Rauði fáninn - 25.08.1934, Qupperneq 1

Rauði fáninn - 25.08.1934, Qupperneq 1
Samfylking yerklýðs- æskunnat* 1. september. RAUÐ ÁNINN l TGKFAMH: SAMBAND UIVGRA KOMMUNISTA DEILD UR AUK 6. árgangur 25. Ágúst 8. tölublað Alþjóölegi æsknlýös- dagurinn 1. september. Æska íslenzkrai* alþýðn! Fram til baráttu gegn stríði og fasisma fyrir atvinnu, brauði og völdum. I ár — 1. sept. 1934 — er 20. alþjóðlegi æskulýðsdagurinn. — Alþjóðlegi æskulýðsdagurinn varð til í eldi heimsstyrjaldar- innar. — Undir forystu liins mikla æskulýðsforingja Karls Liebknechts safnaðist hinn sósíalistiski æskulýður saman til baráttu gegn stríðinu og hóf fána alþjóðahyggjunnar á loft, sem sósíaldemókratisku foringj- arnir höfðu kastað á hál liern- aðaræðis og þjóðernisofstækis. 20. alþjóðlegi æskulýðsdagur- inn nálgast. Ný heimsstyrjöld vofir yfir. Ognarstjórnir auð- valdsins fara með völd í flest- um löndum og undirhúa nýtt stríð. Hungurárásirnar dynja yfir alþýðuna. Sósíaldemóki’at- isku foringjarnir leika enn sama lilutverkið og 1914. Þeir sundra verkalýðnum í baráttunni gegn stríðinu og auðvaldskúgun- inni. En þrátt fyrir allt stend- ur verkalýðurinn hetui að vígi en 1914. Verkalýðurinn hefir eignast 6. hluta jarðarinnar: Sovét-lýðveldin. Ilann hefir eignast kommúnistaflokkana og hann liefir lært af reynslunni. Þau stórkostlegu sannindi, sem verkalýðurinn eignaðist í síð- ustu lxeimsstyi'jöld 1914, eru letruð í hjörtu milljónanna, sem í dag hrópa: Öreigar allra landa, sameinist! — Frá Aust- urríki, Frakklandi, Saar, Eng- landi og víðar berast fregnirn- ar um, að haráttueining verka- lýðsins sé að skapast. 110 lönd- um hefir æskulýðurinn lialdið þing til að skipuleggja barátt- una gegn fasismanum og stríð- inu. Aldrei hefir fána Lieb- knechts verið lialdið hærra á lofti. Milljónir æskulýðs fylkja sér á bak við hann. Æska íslenzkrar alþýðu! Lífskjör þín hafa farið versn- andi dag frá degi. Kaupið hefir verið lækkað með hlutaráðn- Alþjóðlegi æskulýðsdagurinu í í’yrra. ingu og krónulækkun. Atvinnu- leysisbölið liefir gripið um sig meðal þín. Þii hefir verið úti- lokuð frá atvinnubótavinnu. Skólarnir liafa verið lokaðir fyrir þér og þeir úr hópi þín- um, sem komizt hafa inn í þá, lxafa verið reknir úr þeirn fyrir þátttöku sína í frelsisbaráttu stéttar þinnar. Ríkisvaldið hefir kornið upp livítliðaher til höf- uðs þér, til að vernda arðrán atvinnurekenda, kaupmanna, á sjómönnum, iðnnemum, sendi- sveinum og öðrum lilutum stétt- arsystkina þinna og til þess að kæfa haráttu atvinnulausa æsku- lýðsins. Augu þín voru að opnast fyrir þessu. Þá kom Alþýðu- flokkurinn fram á sjónarsviðið með gullin loforð: »um atvinnu og menntun fyrir allt ungt fólk«, ef þú vildir styðja liann til valda. Hann komst til valda á at- kvæðum æskulýðsins. Og nú lieimtar æskulýðurinn loforðin efnd. En þau heyr- ast ekki lengur nefnd af foringjum Alþýðu- flokksins. — 1 stað þeirra er talað um kjöttoll tollur á Sama hungurpólitík- in gegn alþýðuæsk- unni heldur áfram. Æska íslenzkrar al- þýðu! Tími baráttunnar er framundan. I gegnum baráttuna eina nærð þú rétti þínuin. Sameinumst gegn atvinnu- leysi — launakúgun — toll um — fyrir bættum kjöruin Fylkið ykkur um æskulýðs þingið gegn fasisma og stríði Án tillits til pólitískra skoð ana verðum við að sameinast um velferðarmál okkar, og skapa órjúlardega samfylkingu hinnar vinnandi æsku gegn auðvaldi og fasisma, Eyrir atvinnu brauði og völdurn. Sameinumst og siaurinn er vís! Eftir 20 ár. Auðvaldið undir- býr ægilegtheims- stríð og árás á S o vét-lýð veldin. lagður cigarettur. Nú tala allir um yfirvofandi styrjöld. Ófriðarblikan verður sífellt ískyggilegri og svartari. Á síðustu 20 árurn hafa stríðs- æsingar og víghúnaður aldrei komist á eins liátt stig og nú. Jafnvel stjórnmálamenn anð- valdsríkjanna tala opinskátt um ólijákvæmilegt stríð. f austri magnast sífellt lxin- ar glæpsamlegu ýfingar jap- önsku hernaðarklíkunnar gegn verklýðsríkjunum. Og í land- vinningagi-æðgi sinni skipulagði Hitler-fasisminn liina misheppn- uðu valdatöku sína í Austur- Nýjustu erlendar fréttir. Einkaskeyti til »Verklýðsblaðsins«. (Birt með leyfi þess). Verkfallsaldan í Englandi. Kaupmannahöfn 20. ágúst. Frá London er símað: 2000 liafnarverkamenn í Sælford liafa gert verkfall gegn launalækkun. 400 verkamenn í fríliöfn Lundúna standa í verk- falli. í Liverpool hafa 4000 liafnarverkamenn gefið út tilkynn- ingu um, að þeir muni gera verkfall. Uppreisnarandinn í auðvaldsherjunum magnast. Frá Madrid er símað: Fótgönguliðsmaðurinn Pinedo hefir verið dæxndur í 14 ára tugthús af herrétti fyrir að lxjálpa pólitískum föngum til að flýja. Framhald á 4. síðu.

x

Rauði fáninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði fáninn
https://timarit.is/publication/333

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.