Rauði fáninn - 25.08.1934, Side 2

Rauði fáninn - 25.08.1934, Side 2
Ranði fáninn m ríki, sem efalaust liefði hleypt ófriði af stokkunum. Sá fjöldi, sem dreginn er inn í heræfingar og vígbúnað, fer stöðugt vaxandi, og það er langmest áherzla lögð á œsku- lýðinn, sem — eins og jafnan áður — á að verða aðal fall- hyssufóðrið á blóðvelli auð- mannanna. Nokkrar tölur gefa okkur nánari hugmynd um djöfulæði vígbúnaðarins: Á þessu ári — 1934 — eru hernaðarútgjöld U. S. A., Engl., Frakk]., Japans og Ítalíu samtals 2547 millj. doll- ara, en voru 1914 1227,8 millj- ónir. Sömu ríki hafa aukið vél- hyssustyrk sinn frá 8000 1914 upp í 100,000 í ár, hernaðar- flugvélar frá 790 til 19,700 og fallbyssur frá 13,000 upp í 15,000. 1918 gat Engl. framleitt 1200 tonn af eiturgasi á mán- uði, U. S. A. 600 og Þýzkal. 1500. Nú geta þessi 3 ríki fram- leitt 10,000, 35,000 og 20,000 tonn á mánuði af þessu góð- gæti. Flotinn hefir vaxið óð- fluga, liraði lians aukist og bardagasvæ'ði stækkað mjög. Auðvaldið hefir tekið í stríðs- þjónustu sína allt það hættu- legasta, djöfullegasta og mest tortímandi, sem vísindi nútím- ans þekkja, og á sviði vígbún- aðarins eru einnig lang-stórstíg- astar »('rarnfarir« í tælcni o<r vísindum. 1 framleiðslu morð- tóla er engin kreppa. í síðustu heimsstyrjöld myrti auðvaldið 10 milljónir og særði 19 milljónir. Næsta stríð verð- ur margfalt skæðara og það engu síður fyrir fólkið almennt (bak við vígstöðvarnar) en fyrir lxermennina. Eini ljósi bletturinn í öllu þessn eru Sovét-lýðveldin, sem engan hag hafa af ránsstríðinu, en stöðugt berjast 1‘yrir algerðri afvopnun og friði. Og þau eru líka aðalfjandi imperíalismans — og gegn þeim er vígbúnað- inum stefnt fyrst og fremst. Aflið, sem verður að hindra stríðið, er verkalýður hvers lands. Hann verður að mót- mæla og neita að láta siga sér til bróðurvíga. Einnig íslenzki verkalýðurinn verður að vera vakandi og berj- ast gegn öllum hlekkingum hur- geisa og krataforingja um, að stríð komi Islandi ekkert við, Verkalýðsæskan skrifar: Fjörráð krataforingj anna við samfylkingu sendisveina. Félag ungra kommúnista sendi Sendisveinafélagi Reykja- víkur samfylkingartilboð um hagsmunakröfur sendisveina. Þetta tilboð var rætt í S. F. R. á næstsíðasta fundi. Þá kom fram alger eining sendisveina um það, að taka tilboðinu, er varð til þess, að þeir kusu 5 manna samfylkingarnefnd. En er þessi nefnd hélt fyrsta fund sinn, þá liöfðu þeir Svavar Guð- jónsson og Pétur Pétursson (bróðir Jóns Axels) algerlega skipt um skoðun og háru fram tillögu um, að nefndin hafnaði tilboðinu. Þessi tillaga var felld, sem hafði þann árangur, að þessir tveir nefndarmenn neit- uðu að taka áfram þátt í störf- um nefndarinnar, þrátt fyrir skýlausa ákvörðun S. F. R. Nefndin hélt eftir sem áður áfram að starfa, þar til stjórn S. F. R. boðaði til félagsfundar. Þá mætti þessi nefnd öll á fundinum og skýrði frá störf- um sínum og jákvæðri afstöðu til samfylkingartilboðsins, og skoraði á alla sendisveina að fylkja sér um afstöðu liennar. En þá höfðu kratabroddarnir í gegnum verkfæri sín, Svavar og Pétur, safnað liði á fund- inn, meðal annars 3 ungling- um, er höíðu það hlutverk, að æsa til slagsmála, sem þó ekki tókst vegna stillingar samfylk- ingarmanna. Eftir harða um- ræðu var tilboð F. U. K. fellt. En þrátt fyrir það, að krata- foringjarnir hafi þarna sýnt lúalega sprengingartilraun við samfylkingarbaráttu sendi- sveina, þá mun þessi fundar- samþykkt ca. 20—22 hlekktra og öllum víghúnaðarráðstöfun- um hér á landi. Lifi hin volduga samfylking milljónanna um allan heim gegn stríði og fasisma — en fyrir vernd Sovét-lýðveldanna! E. Þ. | sendisveina ekki vera einhlýt. Sendisveinar eru óðum að sjá kosti samfylkingaxharáttunn- ar, og þegar augu þess fjölda, sem krataforingjarnir hal'a úti- lokað frá S. F. R.-fundum með ruddalegum fundarsköpum, opnast fyrir þýðingu fagfélags- starfsins, þá er samfylkingu sendisveina sigur vís, en gröf krataforingjanna tekin. H. B. Ekki atviimuleysi — iieldui* al viiin u. Járnsmíðanemar! Við erum einn hluti liins vinnandi æskulýðs og höfum ekki farið varhluta af kúgun þeirri, sem hin íslenzka borg- arastétt býður verklýðsæskunni. Að vísu náðum við nokkr- um réttarbótum með launa- liækkun þeirri, sem knúin var fram með sameinuðu átaki okk- ar og sveinanna. En við getum ekki stöðugt horft á þennan sigur okkar og liafst ekki að. Verkefnin híða óleyst. Við verðum sjálfir að leysa okkur úr viðjum, sjálfir að skapa okk- ar eigin framtíð. Við viljum: Hækkað eftir- vinnukaup, aukna kennslu í iðninni og hætta aðbúð við námið. Við viljum frí skóla- áhöld (samkv. iðnnámslögum). Við viljum fullkomnar sjúkra- og slysatryggingar. Og við viljum einnig atvinnu, en ekki atvinnuleysi að námi loknu. Um þessar einföldu kröfur til lífsins getum við allir járnsmíðanemar verið sam- liuga En þann samliug sýn- um við einungis með því, að mynda öfluga samfylkingu til þess að knýja þessar sjálfsögðu réttarhætur í gegn. Ertu með eða móti? Skyldan gagnvart stéttinni og sjálfum þér er að vera með, og að gera það sem í þínu valdi stendur til þess að við járn- smíðanemar sköpum sjálfir okk- ar eigin framtíð með því að ganga samfylktir til baráttu fyrir dægurkröfum okkar! Járnkarl. Síðasía óskin. Við aftöku hinna fjögnrra Altonaverkamanna, sem dæmd- ir voru dl dauða, vegna þess að þeir höfðu svarað í sömu mynt, þegar nokkrir nazistar skutu á þá, varð atburður nokk- ur, sem um var rætt í öllum hafnarknæpum og matstofum Hamborgar. Áður en aftakan fór fram, voru sóttir sjötíu og fimm póli- tískir langar í klefana svo að þeir fengju að sjá félaga sína drepna. Þegar sá yngsti liinna dauðadæmdu, piltur á 19. ári, var spurður, hyort hann ósk- aði einskis, svaraði hann: jú, hann vildi fá að rétta svolídð úr sér, og bað þessvegna um, að af sér væru tekin handjárn- in. Fangavörðurinn tók af hon- um handjárnin. Hinn ungi verkamaður teygði ur sér og stóð kyr augnablik. Síðan sló hann með leiftur-hraða nokkr- ar framtennur ofan í kok á nazistaforingjanum, sem stjórn- aði varðliðinu. Síðan lagði hann höfuðið á liöggstokkinn eins og ekkert hefði í skorist. Ilamhorgar - verkamennimir skildu hvað hann átti við. Þeir vissu að hann sló ekki af van- mátta heift, en til þess að örfa félaga sína á hinum komandi dögum, þegar liann væri ekki lengur til, en þeir myndu lifa, og þá skyldu þeir minnast orða hans: »Fyrir börn ykkar, fyrir lélaga ykkar og fyrir fram- tíð hinnar vinnandi stéttar — sláið. Smásaga. Dóttir kolanámuverkamanns segir við móður sína: »Mamma! Af hverju kveikir þú ekki upp? Mér er svo kalt«. Móðirin: »Yið eigum engin kol, barnið mitt«. Dóttirin: »Af hverju eigum við engin kol?« Móðirin: »Af því að pahbi er vinnulaus og við eigum enga peninga«. Dóttirin: »A1 hverju er pahhi vinnulaus?« Móðirin: »Af því að það er of mikið dl af kolum í heim- inum, góða mín.

x

Rauði fáninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rauði fáninn
https://timarit.is/publication/333

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.