Rauði fáninn - 07.09.1934, Qupperneq 2
Katifti fáninn
Verklýdsæskan skrifar
Iðnnemar
Iðnskólinn
I ð 11 n á III s 151 «íl-
frumvarpið.
Hvernig stendur á því, að
við iðnnemar höfum ekki enn
knúið fram bætta iðnnámslög-
gjöf? Er það vegna þess, að
þess gerist ekki þörf? Nei, það
er ekki vegna þess. Við höf-
um allir fullan liug á því, að
núgildandi iðnnámslöggjöf verði
breytt í viðunandi horf. Enda
þótt við höfum ekki að undan-
förnu verið allir á eitt sáttir
um frágang á liinu nýja frum-
varpi okkar í einstökum at-
riðum. Þessvegna hlýtur það
að verða eitt af okkar fyrstu
verkefnum, þegar við komum
saman í skólanum í haust, að
gera frumvarp okkar til laga
um iðnnám þannig úr garði,
að við getum verið 100% sam-
mála um það, iðnnemarnir. Og
þá munum við geta á grund-
velli þess háð sigursæla bar-
áttu, án þess í nokkru að slá
af kröfum okkar. Nýja stjórn-
in, »stjórn hinna vinnandi
stétta-, eins og liún kallar sig,
hvað ætlar hún að gera fyrir
okkur iðnnemana? Hefir hún
gefið út bráðabirgðalög til end-
urbóta á núverandi iðnnáms-
löggjöf, eins og henni bæri
skylda til að gera, ef hún vildi
bera nafn sitt með rentu. Nei,
en binsvegar skulum við ekki
láta hana hafa frið á næsta
þingi fyr en hún liefir orðið
við kröfum okkar. Sú ráðstöf-
un, sem skólastjórn Iðnskólans
gerði í fyrra, að færa skólann
fram á kvöldið, á að verða
hvöt til okkar iðnnema uin
að herða baráttu okkar fyrir
því að Iðnskólinn verði gerð-
ur að dagskóla, sem hefir alla
tíð verið sjálfsagðasta krafa
okkar iðnnema.
Það, að við erum látnir sitja
á skólabekknum fram eftir
öllu kvöldi, að loknu erfiði!
dagsins, er talandi tákn þess,
hvernig Jiin gjörspilta horgara-
stétt elur upp æskulýðinn.
Frekja
gagnvart starfsstúlkun-
um í Noa og Síríusi.
Fyrir alþjóðlóðlega æskulýðs-
daginn lögðu ungkommúnist-
arnir í Austurbænum flugmiða
inn til starfsstúlknanna í Nóa
og Síríusi, þar, sem þær voru
hvattar til þátttöku í deginum
og að fylkja sér til baráttu fyr-
ir liærra kaupi. Einhver »hús-
bóndaliollur« labbakútur, sem
hefir liug á því að koma sér
í mjúkinn lijá atvinnurekend-
unum, en skilur lítið baráttu
verkafólksins, liafði gengið um
verksmiðjuna og tekið þá flug-
miðana, sem liann náði í áður
en stúlkurnar lásu þá, — og
labbaði með þá inná kontór.
Sjáifsagt hefir hann »hækkað
í áliti« fyrir frammistöðuna.
En starfsstúlkunum fanst þetta
óþarfleg l'rekja, að þær skyldu
ei fá að lesa í friði það, sem til
þeirra var sent, og tóku bara
þeim mun betur eftir þeim
fáu miðum, er þær náðu í.
Þetta dæini sýnir livað at-
vinnurekendur og þjónar þeirra
eru »nervösir«, ef minnst er
á kjarabætur handa verkafólk-
inu, og að þeir leitast við í
lengstu lög, að viðhalda því
smánarkaupi. sem fólkinu er
skammtað, samtímis því, að
fyrirtækið stórgræðir, og færir
út kvíarnar að miklum mun
og byggir stórliýsi. Til alls
Hvernig förum við að því
að knýja þessi hagsmunamál
okkar í framkvæmd? Það er
ofur einfalt. Samband un<£ra
kommúnista bendir okkur og
öllum öðrum vinnandi æsku-
! lýð á hina einu réttu leið,
sem er samfylking okkar um
þær kröfur, sem við erum
allir sammála um að okkur
beri nauðsyn og skylda til að
knýja í framkvæmd.
Ertu með eða móti Bættri
iðnnámslöggjöf? Með eða móti
því að iðnskólinn verði dag-
skóli?
Einn sem er með.
eru peningar hjá þessum herr-
Lim, nema til að borga fólkinu
viðunandi laun!
En þið, starfsstúlkur í Nóa
og Síríusi! Svarið með því
einu að skipa ykkur þéttar
saman um kröfur ykkar um
hærra kaup, frían kaffitíma og
lengri tíma í mat, án þess að
vinnutíminn lengist!
Og munið að undirbúa stofn-
un félagsskapar hjá vkkur til
að gæta hagsmuna ykkar!
H.
Hefud ÍViie allt.
Ég þekki ekki móðurmildi,
munaðarlaus ég er.
Ég stel og betla mér brauði
í borginni hér.
Þið guðhrœddu, góðu sálir
mér getið ei breytt.
Mitt hœli er hliðargatan.
Ég hrœðist ei neitt.
Þið viljið til betra lífs breyta
mér, barninu, nú,
með sólfögrum, suðramum
Ijóðum
um sœlu í trú.
Ef fengi ég verk til að vinna,
þá vœri ég sœll,
en ef ég að ósk ykkar fœri
eilífur þrœll.
Ég er ekki vonlaus, að veröld
veiti mér hlíf.
Ég veit ég er þrcell, en ég þori
að þenkja um líf.
Ég sé eldinn á austurvegum,
sem óðum er nœr.
Það er hann, sem huga minn
svo hjarta mitt slœr. [grípur,
Það er hann, sem huga minn
grípur,
mín lieilaga trú.
Það er hann, sem mér, barn-
til batnaðar nú. [inu, breytir
Það er dimrnt og drungalegt
strœtið
og djöfull kalt.
Ég hrópa svo himnarnir nötra:
A hefnd fyrir allt.
Vilhjálmur frá Skáholti.
Þögn
S. U. J.-for ingj aima.
36 dagar eru liðnir síðan
Samband ungra kommúnista
sendi samfylkingartilboð sitt
til Sambands ungra jafnaðar
manna. Ennþá er ekkert svar
komið. Mikilvægur baráttudag-
ur verklýðsæskunnar — al-
þjóðlegi æskulýðsdagurinn er
genginn uní garð. — 1 ýmsum
löndum varð þessi dagur stór-
fenglegur samfylkingardagur
verklýðsæskunnar, þar sem
ungir jafnaðarmenn og ungir
kommúnistar stóðu lilið við
hlið í baráttunni og vörðust
sameiginlega árásum lögreglu
og fasistastjórna. Hjá okkur
varð æskulýðsdagurinn ekki
slíkur baráttudagur — ekki
dagur samfylkingar verklýðs-
æskunnar á íslandi — eins og
tímarnir heimta, — aðeins spor
í áttina til þess. Á sama tíma
og hagur alþýðuæskunnar á ís-
landi fer síversnandi, kaupið
lækkar og atvinnuleysið eykst,
finna foringjar S. U. J. sér
einu sinni ekki skylt að svara
samfylkingartilboði S. U. K.,
sem eingöngu gekk út á kröf-
ur til að bæta hag alþýðuæsk-
unnar. Hvað veldur þögn
þeirra?
Ný ríkisstjórn — ríkisstjórn
Alþýðuflokksins og Framsókn-
arflokksins er tekin við völd-
um. 1 síðustu kosningum lof-
uðu þessir flokkar vinnandi
æskulýð gulli og grænuin
skógum, ef þeir kæmust í
ráðherrastólinn. Þeir lofuðu at-
vinnu liauda öllu ungu fólki
og sérhverjum við sitt hæfi.
— Enn þá bólar ekki á efnd-
um. — S. U. J.-foringjarnir
styðja þessa ríkisstjórn, sem
svikið hefur loforð sín við
verklýðsæskuna. Þeim er þess-
vegna ekki hægt um vik. Þess-
vegna þegja S. U. J.-foringjarn-
ir. En S. U. J.-æskulýðurinn
verður sjálfur að svara. Og
hann mun svara þögn foringj-
anna með því að mynda sam-
fylkingu sína með ungum
kommúnistum.
V erkiýðsæska!
Skrifaðu um hagsmuna-
. baráttu þína í Rauða
íánann.