Skinfaxi - 01.02.1911, Blaðsíða 4
12
SKINFAXI
O' - -■ ........................O
S K I N F A X I
—mánaðarblað U. M. F. í.—kemur út í Hafnarfirði
og kostar 1 kr. árgangurinn.
Útgefandi:
Sambandsstjórn U. M. F. í.
Ritstjórn:
Helgi Valtýsson. Guðm. Hjaltason.
Pantanir og blaðgjöld sendist
AFGRE ÐSLU „SKINFAXA“, HAFNARFIRÐI
Til að horfa á krakkana?« »Já, til að
sjá, hvernig að þau berasig til.« »Það
verður víst ekki annað en leikur úr því.«
»Ekki verða þau mörg, trén, sem þau
setja niður blessuð börnin.« »Við höfum
tekið með kaffikönnuna, tii þess að þau
geti fengið eitthvað volgt, því þau eiga
að lifa á nestispokanum sínum allan
daginn.«
Svo komu pabbi og mamma upp á
hnjúkinn, og fyrst hugsuðu þau ekki
um annað, en hvað það var fallegt að
sjá krakkana, rjóða út undir eyru, þar
sem þeir bjástruðu á gráu hellunum. En
síðan tóku þau eftir, hvernig börnin
unnu, hvernig sum settu niður rótaranga,
sum ristu reiti og sáðu fræi, og sum
kiptu upp lyngi til þess, að það kæfði
ekki nýgræðinginn. Og þau sáu, að
börnunum var full alvara við verkið og
hertu sig, svo að þau gáfu sér varla
tíma til að líta upp.
Pabbi stóð stundarkorn og horfði á,
og svo fór hann að rífa upp lyng, rétt
eins og hann væri að leika sér. Börnin
gerðust þá lærimeistarar, því að þau
höfðu þegar lært listina, og sýndu pabba
ogmömmu, hvernig þau ættu að fara að.
Svo fór, að allir-fullorðnir, sem komið
höfðu til að sjá börnin, tóku þátt í vinn-
unni. Þá varð hi líka auðvitað helm-
ingi skemtilegri, en :ún hafði verið áður.
Og bráðum fengu börnin meiri hjálp.
Pað þurfti á fleiri verkfærum að ha da
uppi á hnjúknum, og því vóru nokkrir
drengir, sem fljótir voru á fæti, sendir
niður í bygð að sækja skóflur og pála.
Þegar þeir hlupu fram hjá bæjunum,
komu þeir út, sem heima voru, ogspurðu:
»Hvað géngur á? Er nokkuð að?«
»Sei, sei, nei! En öll sóknin er uppi
á hnjúk og græðir skóg!« »Ef öll sóknin
er þar, þá er ekki vert, að við sitjum
heima.«
Svo streymdu allir, sem vetlingi gátu
valdið, upp í brunarjóðrið. Fyrst stóðu
þeir stundarkorn og horfðu á, en svo
gátu þeir ekki stilt sig um að taka þátt
í vinnunni. Því að víst er það gaman
að sá útsæði í akur sinn á vorin og
hugsa um kornið, sem af því muni gróa
upp úr jörðinni, en þetta var þó enn þá
ánægjulegra.
Upp úr þessu útsæði áttu ekki að
gróa veik strá, heldur sterk tré með
háum stofnum og digrum greinum. Að
vinna að þessu, það var að skapa gróð-
ur eigi aðeins til eins sumars, heldur til
margra ára. Það var að vekja flugnasuð
og þrastasöng og þiðurleiki og alls
konar líf á auðum fjallshnjúknum. Og
svo var það líkt og að réisa sér minnis-
varða hjá komandi kynslóðum. Menn
hefðu getað látið niðja sína fá í arf eftir
sig gróðurlausan hnjúk, en nú áttu þeir
að fá fagran skóg í staðinn. Og þegar
eftirkomendurnir hugleiddu þetta, þá
mundu þeir skilja, að forfeður sínir hefðu
verið góðir menn og vitrir, og hugsa til
beirra með virðingu og þakklátsemi.
[B. M. Ó. þýddi].
Milli hafs og hlíða.
»Ungmennafélag Reykdæla , í Borgarfirði
og ungmennafélagið »Brúin« (í Hvítársíðu og
Hálsasveit) efldu, á næstliðnu, hausti, til kapp-
glímu um verðlaunapening, sem félögin höfðu
látið gera í sameiningu. Á að glíma um
peninginn einu sinni á ári, og skal glíma
sitt árið hjá hvoru félagi. Þessi fyrsta glíma
fór frani hjá fundahúsi ungm.félags Reykdæla
24. sept. — Átta menn glímdu kappglím-