Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1911, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.02.1911, Blaðsíða 2
10 SKINFAXI bættismönnum. En offátt af þeim embættis- Iausu mönnum, sem ynnu fyrir andieg má'- efni fyrir lítil eða engin laun. Hann ásetti sér nú að fara að manna norska alþýðu. Hann vissi, að alþýðufræðslan var þá harla ónóg og ófullkomin. Honum fanst, að al- þýðan sæti andlega hungruð í sálarmyrkri, þótt hún lærði lestur, skrift og reikning, Ponta og eitthvert biblíusöguágrip eins og þulu utanbókar. Hann vildi kenna lienni að þekkja fleira og hugsa fleira, vekja hjá henni hreinna og frjálslegra trúar- líf og heitari og víðsýnni ættjarðarást. Vildi miðla henni andlegum auði sínum og lýsa henni með andans Ijósi sínu. Hann vildi leiða aðalhugmyndir heirns- menningar ásamt göfugum og persónulegum kristindómi inn í alþýðuhjartað. Þess vegna gerðist hann lýðháskólastjóri. Þess háttar skóla áleit hann bestan skóla fvrir fulltíóa alþýðumcnn. Á þeim skóla þóttist hann best geta beitt sér til að vekja og hefja alþýð- una. Þar var liann ekki bundinn við neinar andafjötrandi skólalagareglur. Fyrst hélt hann lýðháskóla í Srl í Guðbrandsdalnum frá 1867 til 1871. Var skáldiö Krisiófer Janson og fleiri kennarar aðstoðarmenn lians. Eins var fyrir Janson og Brún. Hann hafnaði góðu embætti til að geta starfað við lýðliá- skólann. Var mesti lýðvinur líkt og Brún. Og hvað höfðu þeir »uppúr« lýðháskóla- starfinu? Ánægjuna af að lifa eftir æsku- hugsjóninni. Gleði af að hrífa og hræra, gleðja og göfga æskulýðinn með andríkri munnlegri kenslu um menning mannkyns- ins og þjóðarinnar, einkum þó andlegu menninguna. Og svo sómann af að gera þetta. Og þeir töluðu svo ágætlega um málefni þessi, að nemenduinir voru í sjö- unda himni. Og við það bættist hin ágæta hegðun kennaranna og einlægni þeirra og alúð við nemendurna. Vóru þeim eins pg bestu feður, bræður og vinir. Vóru stundum 60—70 piltaráskóla þess- nm, Og þótti þá mikið til hans koma. En sárlítil voru peningalaun kennaranna; sagt er það hafi stundum ekki verið meira en 4 kr. um allan veturinn handa hverjum. En móðir Kr. Brúns var rík. Hún unni skólanum og lét son sinn hafa nægilegt fé, enda lifði liann ákaflega sparlega bæði til matar og fata, lifði eins og fátækur sveita- maður. Líkt var ástatt með Janson og hina. Þeir voru ákaflega nægjusamir, lögðu mjög bart á sig. En höfðu þó víst einhver efni eða aukavinnu við að styðjast. SkóggræðslucLag’urimi [Tekið úr „Kynjaferð Niels Holgeirssonar" eftir Selmu Lagerlöf."* Á hinum breiða hnúki hafði geisað skógarbruni fyrir tiu áruin. Sviðnu trén höfðu verið feld ogflutt burtu, og bruna- rjóðrið var íarið að gróa upp í útjöð- runum, næst skóginum, sem bruninn hafði ekki náð til. En mestallur hnjúkurinn var raunalega ber og nakinn. Svartir trjástofnar stóðu enn eftir upp úr grjót- inu og báru vott um, að hér hafði verið stórvaxinn og dýrðlegur skógur, en ný- græðingur óx þar hvergi úr jörðu. Menn furðuðu sig á, hve seinn skóg- urinn var á sér að gróa upp aftur og klæða hnjúkinn. En menn hugleiddu ekki, að langvinnir þurkar liöfðu gengið, áður enn skógurinn brann, svo að jarð- vegurinn var mjög þur undir. Bruninn hafði því eigi aðeins eytt trjánum og öllu, sem gréri á hnúknum, lynginu, geitaporsinum, mosanum, og títuberja- hrísinu, heldur og þurkað moldina undir ofan á hellunum, svo að hún varð þyrk- ingsleg og laus í sér sem aska eftir brunann. Hún þyrlaðist upp í loftið við hvern goluþyt, og af því að veðra- samt var á kollinum, sópaðist moldin burt af einni hellunni eftir aðra. Regn- vatnið hjálpaði auðvitað til að sveipa *) Nafnfræg skáldkona sænsk.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.