Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1911, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.02.1911, Blaðsíða 7
SKINFAXI 15 heim komið saman í fundarhúsi að kveldi. Þá eru aftur haldnir vekjandi og fræðandi fyrirlestrar um skóggróður lands- ins og, þýðing hans fyrir land og lýð. Sé tilhögun skógræktardagsins eitthvað svipuð þessu, eru líkur til, að hann nái íilgangi sínum fyr eða síðar. Varast skyldi að gera hann allan að erfiðisdegi. Betra að vinna ekki lengur, en áður er tekið fram, en starfa með áhuga og fjöri. Jafnan hafa það fyrir augum að snúa huganum að skóggróðrinum og velferð fósturjarðarinnar. Viðvíkjandi skógræktardegi geta ung- mennafélög, sem vilja, fengið leiðbein- ingar hjá undirrituðum. Guðm. Davíðsson. Frakkastíg 12, R.vík. íslensk æskufélög. Eru ekki saklausar og frjálslyndar skemt- anir til þess að fjörga þjóðfélagið? Eg get ekki álitið annað, en svo sé? E. ungmennafélagsskapnum þá ekki skylt að halda uppi þeim skemtunum, sem sæma íslensku þjdðinni ? Eiga ungmennafélögin ekki að gægjast inn í þjóðlífið og rétta út hendina til þess að útrýma öllum þeim siðspillandi löstum, sem þar eru. Víst hafa verið til og eru enda til enn skémtanir, sem eru til siðspillingar fyrir þjóð- ina. ítarlegra út í það mál gerist, held eg, ekki þörf að fara, því það er, eins og mörg- uni er kunnugt, til félagsskapur, er viunur á móti hinum fögru hugsjónum sambandsfélag- anna, en siglir þó undir fána þeirra að ýmsu leyti, víst í orðinu. Hér hafa lieyrst raddir um það, að sambandsIÖgin séu til einskis fyrir þjóðina, því sambandslögin séu svo stórkostlegt haft á persónlegu frelsi manna, en út í það skal eg ekki fara nieð þessum fáu línum mínum, en eg vildi spyrja þá menn, er svo segjæ Er frelsi og velmegn- un þjóðarinnar komið undir viljafíkn ein- stakra manna? Hinn sanni ungmennafélagsskapur er, sem betur fer, að vaxa og getur því mikið, ef vilji og þrek fylgjast að, en þessvegna er eitt nauðsvnlegt, það er sanibandið, er á að tengja alt saman, þ\í þegar allir eru ein- huga, þá fyrst geta æskufélögin lýst upp þjóðlífið. Vill ekki allur ungmennafélagsskapurathuga, hvað þjóðinni er fyrir bestu hvað það er, sem gerir hvern einstakling hennar að sem mestum og bestum manni. Skaftfellingur. Smágreinar. Verið stöðugir í æskufélaginu! Stöðuglyndi er stólpi alls félagsskapar. Staðfestuleysið steypir sainvinnunni. Stöðuglyndið styrkir alla sálarkratta. Staðfestuleysið eyðir afli andans. Stöðuglyndi styrkir alt siðgæði. Staðfestuleysið gerir mannkostina að mol- um tómum. Staðfestan styður hugrekkið. Staðleysau elur hugleysið. Stöðuglyndið er því liagur hvers manns sjálfs. Það gerir hann sjálfstæðan, það kennir honum að hafa hæfilegt traust á sjálf- um sér. Er því að temja sér það. En félagslífið er skóli staðfestunnar. Sá sem til dæmic er staðfastur í æsku- félaginu, hann verður það í fleiru. Látið því ekki hverja smámuni, er ykkui; mislíka í félaginu, fæla vkkur frá að vera í því. Ef þið þjótið úr félaginu fyrir smámuni^ þá eruð þið menn, sem mjög varasamt er að treysta. Svona hvikiyndu fólki treysti eg lítið betur en næturgömlum vorís. G. H. SSSSÓ-ÍS BfíT Vinnið að útbreiðslu Skinfaxal

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.