Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1911, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.05.1911, Blaðsíða 4
36 SKINFAXI P ....................- ■.........' S K I N F A X I —niánaðarblað U. M. F. í.—kemur út í Hafnarfirði ogr kostar 1 kr. árgangurinn. Útgefandi: Sambandsstjórn U. M. F. í. Ritstjórn: Helgi Valtýsson. Guðm. Hjaltason. Pantanir og blaðgjöld sendist AFOREIÐSLU „SKINFAXA“, HAFNARFIRÐI o ............. O færið til þess að linýta fáeinum atliugasemd- um aftan við grein St. G. Eg liefi frá upphafi verið mjðg ákveðinn fylgjandi þegnskylduvinnunnar. Og eg er það enn. Eg er sannfærður um það, að framkvæmd þegnskylduvinnunnar a heilbrigð- um og heppilegum grundvelli mundi breyta mörgu til batnaðar í þjóðlífi voru. Hún mundi endurvekja og leysa úr læðingi marga þá kosti, er fyr á árum einkendu Iskndinga svo mjög, en nú ber — því miður — alt of lítið á. — í stuttu máli þegnskylcmvinn- an ættli að kenna okkur hlýðni fyrst og fremst, verklægni, verkhyggni, reglusemi o. .n. fl. Kenna okkur að lifa ættjarðarást vor, í verki! Ekki orðum tóinym. Mér hefir lengi virst, sem mörg unginenna- félaga vorra hafi misskilið hluttöku. sína i máli þessu. — Að minni hyggju áttu þau að vekja almennan áiiuga á rnálinu og afla því fylgis um land alt meðal æskulýðsins og leggja svo fram fyrir alþingi almenna beiðni uin framkvæind málsins. Þetta hugði eg hlutverk vort í þegnskylduvinnumálinu. Aftur á irtóti taldi ég það, alls eigi hlutverl. ung- mennafélaganna að vinna að beinum frarn- kvœmdum málsins og »dkveöa stef.iu og takmark« þegnskylduvinnunnar! — Þac hugði eg hlutverk /þings og stjórnar. — Leist mér því eigi á stefnu þá er fjórðungsþing sunn- lendingafjórðungs tók í fyrra vor og frum- varp það, er lagt var þar fram. — Þrátt fyrir mikið starf — og góðar hugsanir, sem þar voru fram bornar Og mér líst alís eigi á það, að fjórðungsþing í vor eigi ai) sam- þykkja vákvœði til framkvœmda« í þessu máli. Tel það eigi vera hlutverk vort! — Það er eins og vér, ungmennafélagar séum að semja lög fyrir löggjöf landsins! Það getur orðið mótstöðumönnum máls- ins vopn í höndum. Þeir munu telja alt starf vort í þessa átt bera vott um ungæðis- hátt og sjálfbyrgingsskap. — Og hver segir, að »lögum vorum« verði fylgt í þegnskyldu- málinu! Mín skoðun er sú, að vér ungmennafé- lagar eigum að vekja áhuga æskulýðsins á máli þessu, leita svo atkvæða með því um laiid alt og leggja svo fram fyrir alþingi beiðni vora, og mætti hún gjarnan vera stefnubundin þannig, að hún bendi á þær leiðir, er vér teldum œskilegar. Annað get- um vér ekki gert, þar eð vér erum — því miður — - eigi framkvœmdarstjórar í þessu máli né öðru, nema innan vorra takmarka. Til þess starfs þarf all langan tíma. Undir- búningstíma. En án lians kemst heldur þegnskylduvinnan aldrei í íramkvæmd! Að öðru leyti er eg að mestu samþykkur stefnu St. O. og skoðanabræðrum hans um æskilega framkvæmd málsins. I I. V. ÍS-^St-T^I ' Erindi, flutt á ungmennafélagsfundi á Eyrarbakka. . Kæru ungrríenni! Þið takið það vissu- lega ekki illa upp, þó eg mæli til ykkar fáein orð, sem eru sprottin af því, að mér er annt um ungmennafélagskapinn. Það er eitt atriði, sem eg vildi vekja máls á. Getur verið, að ykkur, flestum eða öll- um, sé það Ijóst áður. Og þess vildi eg óska. Þið liafið bundist þessum fagra félagsskap í þeim tilgangi að vinna fósturjörðinni gagn. »Alt fyrir ísland« mun vera einkennisorö ykkar. Fyrir þetta elska eg nngmennafé- lagskapinn. Eg geri mér von um, að hann geti með Guðs hjálp orðið til þess, að byrja nýtt og betra tímabil hjá þjóð vorri.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.