Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1911, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.05.1911, Blaðsíða 7
SKINFAXI 39 Félagar vinna sjálfir, æfa jafnfranit íþróttir glímur, sund o. fl. og svo er tekinn tími til samtals og fyrirlestra. Glímudeild er stofnuð innan félagsins og hefir starfað í tveimur deildum í vetur. Tóbaksbindindisdeild er verið að koma á fyrir þá félaga, sem í hinni vilja vera. * Handavinnustarfseminni hefir verið hreyft að dæmi félagsins í Biskupstungum og á- kveðið að starfa á svipaðan hátt og það. Þökk sé félaginu fyrir hugmyndina og byrjunina. Skemtisamkomu hélt félagið til fjársöfnunar fyrir minnisvarða Jóns forseta Sigurðssonar á Rafnseyri. Fluttu þeir, fræðimaður Sighv. Gr. Borgfirðingur á Höfða og hreppstjóri Friðrik Bjarnason á Mýruin fyrirlestra fyrir félagið endurgjaldslaust. Félagið þakkar þeim og öllum, sem hafa sýnt því góðvild í einu og öðru, en það eru margir utanfélagsmenn, sem það hafa gert. Með ósk um glcðilegt samar til allra sam- félaga og von um samheillaríka framtíð U. M. F. í. Skrifað á sumardaginn fyrsta 1911. 1/52. Smágreinar til æskulýðsins. íii Hverníg spiliist æskan? Margvíslega, og margar eru orsakirnar. Oflangt að upptelja þær hérna. En ein, og allramesta orsökin er þó sú, að efast um, að maður þurfi að gegna þeim og þeim skyld- um lífsins, eða varast þá og þá lesti. Efinn spyr rétt eins og höggormurinn. gamli: »Hefur Guð nú bannað þetta». Bann- ar hann þessi litlu fjárbrögð, þessa ofdrykkju, o. s. frv? Er nú þetta svonefnda Guðs orð virkilega orð alheimskonungsins sjálfs? Er það nú ekki tómar mannasetningar? Æ jú, eg held það sé svo. Kæri mig því ekki, þótt eg láti vaða á súðum, bara ef eg get sneitt hjá skerjum laganna og almannadóms- ins.« En samviskan, hvað segir hún? »Og eg legg hana nú á hylluna með köflum.* En sómatilfinningin? Ef eg verð mér ekki til skammar fyrir heiminnm, þáerégánægð- ur.« En hvað segir göfuglyndið? »Það er grýla tóm!« »Best að þjóna sinni lund, á meðan mögulegt er. Njóta lífsins á meðan hægt er. ♦ Hver kennir æskunni þetta? Oft lærir hún það af lélcgum bókum ogillu samtali. »Betra er að dansa og drekka vín en díngla á þess- um skíðum.c »Betra er á ball að ganga en púla við þessa plönturæktU »Betri er glensfull ogæsandi ástarsaga en glíinur.* »Sundnámið að tarna — svei því! það kostar sjálfsafneitun.* — Svona færi nú fyrir íþróttunum í höndum spiltrar æsku. IV. Drengskaparæfing æskuna bætir. Eitt af því besta, sem bætir æskulýðinn, er drenglyndið. Drengskapur var einhver besti kostur forfeðra vorra. Og það samir skólalýð og æskufélagsfólki að líkjast þeim í þessu. Besta drengskaparæfingin er sú, að taka að sér eitthvert olbogabarn heimisins. Til dæmis: Á heimili æskumannsins er sveitar- barn. Það er heldur haft út undau. Hús- bændurnir eru því liarðir og kaldir. Hjúin og börnin amast við því, stríða því, eða hæða það. Alt þetta særir barnshjartað ákaflega. Sé það kjarklítið, þá verður það að aum- ingja. Æskumaðúr tekur nú barnið að sér og er góður við það, huggar það, gleður það, tekur málstað þess. Gerir þetta svo oft sem hann getur. Ekki mun h'ða á löngu, uns því fer að þykja vænt unt hann. Og finni það nú líka og sjái, að að hann legg- ur eitthvað í sölurnar fyrir það og tekur ilt upp á sig vegna þess, þá fer það að elska hann reglulega. Og elska sú vekur til lífsins alt gott, sem dáið var í hjarta æskumanns- ins, og styrkir alt gott, sem býr í því. Kennir honum að elska, hafi han ekki lært

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.