Skinfaxi - 01.11.1911, Blaðsíða 3
SKINFAXI
83
----- ■ ' ..... ■ '
■eyinga, en það er tjaldur á blúum feldi,
•en rautt borðiS i kring.
Þegar Norðmönnum hafði verið vísað
,til verustaða sinna, komu ]>eir til kvöld-
verðar. sem þeim var búinn í samkomu-
húsi bœjarins. Þeir voru um 70 karlar
•og konur, og i för með þeim var skáldið
okkar Matthías Jochumsson og varð eg
]>vi feginn að fá hans aðstoð til þess að
hafa orð fyrir Islandi, því að satt að segja
var hluttaka Islendinga nokkuð rír. að
:senda aðeins einn á rnóti svo mörgum.
Meðal Norðmanna voru ýmsir nafnkend-
ir menn, svo sem prófessor Gjelsvik, sem
■er formaður í „Norigs Ungdomslag", þjóð-
skáldið Anders Ilovden, málarinn Rusti og
svo fjöldi af kennurum og öðrum menta-
miöunum. Yoru margir þeirra fulltrúar
fyrir félög í Noregi sem hafa eitthvað þjóð-
3egt á sinni stefnuskrá. Foringi fararinnar
var C. B. Bugge kaupmaður frá Bergen,
formaður í „Vestmannalaget". Átti þetta
félag aðalþáttinn i þessari stefnuför. Eng-
an af Norðmönnum Iieyrði eg tala annað
■en „landsmál” og aldrei sungu þeir: „Ja,
vi elsker dette Landet“, af því að það er
á dönsku, heldur „Guð signe vaarl dyre
fedraland“, sem gengur undir laginu:
„Þann signaða dag vér sjáum enn.“
Sönghefti höfðu Færeyingar látið prenta
■með 19 kvæðum, þeim helstu er vant er
að syngja við mannamót i Færeyjum og
Noregi og þar á meðal „Ó, guð vors lands“,
sem aðallega var notað sem Islands minni,
jmist sungið eða lagið leikið á horn.
Aðalfundurinn var svo daginn eftir, 2.
júli uppi við „Vörðu“ svokallaða, í hæð-
inni íyrir ofan bæinn. Var það opinber
samkoma og aðgangur seldur á 25 au.,
-öllum nema stefnugestum. Var þar mikið
fjölmenni saman komið og mest alt í mis-
litum þjóðbúningum. Norðmenn voru flest-
ir i stuttjakka með silfurlmöppum og mis-
litu vesti, en annars voru norsku þjóðbún-
ingarnir bæði á körlum og konum nokkuð
frábrugðnir hver öðrum, eftir því úr hvaða
bygðarlagi þeir voru.
Á samkomu j)essari var fyrst haldin
guðsþjónusta, en síðan fluttar margar ræð-
ur. Talaði þar hver á sínu máli, fær-
eysku, ný-norsku og íslensku, Eg reyndi
auðvitað að sneiða hjá öllum „orðtiltækj-
um“ og tala svo blátt áfram og skýrt sem
eg gat, enda þóttust menn hafa skilið það,
sem eg sagði mest alt. Eg har meðal
annars kveðju frá U. M. F. í. og afsakaði,
að ekki skyldu fleiri geta komið á þessa
stefnu héðan að heiman. Voru á þessum
fundi töluð mörg hlýleg orð i garð íslands
og íslenskan mjög i hávegum höfð bæði
af Færeyingum og Norðmönnum. Þar var
sungið nýtt kvæði til íslands á norsku
landsmáli eftir skáldið Hans Mo.
Að þessu búnu fóru menn niður að hin-
um nýja íþróttavelli Þórshafnar og sýndu
Norðmenn ]>ar þjóðdansa sina. Suma af
þessum dönsum iðka þeir eins og hverja
aðra iþrótt, því mikinn fimleika þarf til.
Voru þar á meðal verðlaunaðir dansmeist-
arar og fiðluleikarar og fanst mönnum
mikið til um þessa list.
Síðar um daginn vorum við í sainsæti
miklu, þar sem alls voru um 300 manns
samankonmir og hefðu eflaust verið miklu
fleiri ef húsrúm hefði leyft. Endaði það
með því að borð voru upp tekinn og haf-
inn færeyskur dans sem stóð fram á nótt
með meira fjöri en vér eigum að venjast
á dansleikum hér heima. En færeyski
dansinn er líka meira en hreifingin tóm,
hann er upprifjun sögu og þjóðsagna í
hinum löngu kvæðum, sem sungin eru og
mun hann einna líkastur vikivökunum ís-
lensku.
Næsta dag var hafin gönguför til Kirkju-
hæjar, sagnríkasta staðar Færeyja. Var
veður hið fegursta og útsjónin harlá mikil-
fengleg af hálsinum, sem á leiðinni liggur.
Auk stefnugesta streymdi líka að fólk svo
hundruðum skifti (ýmist sjóveg eða landveg)
víðsvegar af eyjunum. Samkoma var hald-
in í hlíðinni fyrir ofan Kirkjubæ, niður
undan skúta ]>eim, sem Sverrir konungur
á að hafa verið geymdur í á harnsaldri,