Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1911, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.11.1911, Blaðsíða 6
86 SKINFAXl hefir mestan áhuga og sannastan á íjiróttum og mest sér til frægSar unnið. Munu þeir menn sem vita, hve mikið aðferð Mtillers heíir breytt honum, táplitlum og heilsuveik- um dreng, síst efast um gildi hennar. I mörg ár hefir ekki komið út á íslensku nein bók jöfn þessari, sem jafn nauðsyn- legt væri að kæmist inn á hvert einasta heimili í landinu og yrði notuð með skyn- semd og festu af hverjum einasta manni. Hún er ein af þeim fáu, góðu vinum, sem veitir því hollari og betri úrlausnir, sem meira er til hennar leitað. Jónas Jónsson. Ungmennafélagar erlendis. Þriggja þeirra getur Skinfaxi að þessa sinni. Fyrstan skal telja þann þeirra, sem kunn- ugastur er, Jakob Ó. Lárusson. Allflest- um sunnlenskum ungmennafélögum erhann a. m. k. að góðu kunnur, síðan hann var ritstjóri „FjórðungsblaðsSunnlendingafjórð- ungs“. Jakob lauk fullnaðarprófi á prestaskól- anum i vor, og sigldi daginn eftir og fór alla leið vestur að Klettafjöllum í Vestur- heimi. Þar rækir hann nú prestsþjónustu i blómlegri nýbyggjabygð meðal íslendinga. Jakob lætur liið besta af sér vestur þar. Nýlega sáum vér í blaði þaðan úr bygð- inni, að á Þjóðminningardegi Islendinga þar, 2. ágúst síðastl., hefir Jakob ílutt ræðu fyrir minni íslands; dáist blaðið á eldmóði hans og hrifningu fyrir fósturlandinu, En fyrir ])ví gátum vér Jakobs hér, að hann ætlar ekki að ílendast í Vesturheimi. Hann verður þar fram eftir vetri, fer þá líklega til Noregs, og svo heim. í honum eigum við sumt af því, sem okkur vantar — hitann og festuna. — Skinfaxi hefir von um að fá einhvern pistil frá honum siðar meir. Stemþór Guðmundsson er ættaður af Vesturlandi. — Þar eru ungmennfclög fá. Starf hans hefir því mest verið í U. M. F. R. — verið þar einn hinna ötulustu „Skíða- brautarmanna“. Til dæmis skal sagt frá því, að síðastl. vor tók hann stúdentspróf við Mentaskólann hér. Það hefir verið vani stúdenta að fá sér „neðan i því“, þegar prófi var lokið. Svo var og i vor, en þegar Steinþór var búinn með síðustu námsgreinina, fór hann upp i Skíðabraut að vinna. og var þar lengst um dagana, þangað til hann fór heim til sín. í miðjum ágúst sigldi Steinþór á Kaup- mannahafnarháskóla til þess að lesa þar stærðfræði. Það fer vel á því saman, að leggja stund á vísindalega stærðfræði og moldarvinnu. Enn eigum vér einn félaga í Kaup- mannahöfn, skurðarsnillinginn Ríkharð Jónsson. Hann hefir nú verið þar í þrjú ár við nám, og mun nú orðinn sem næst fullnuma. Hann er altaf með hugann heima og þá mest í sambandi við Ungmennafé- lögin. Snemma i sumar fékk U. M. F. R. kveðju frá honum, bjóst hann við skreppa heim í sumar, en ekki hefir orðið úr því. Hann er okkur til sóma, hvar sem hann fer. T. Þ. Úr Húnavatnssýslu. U. M. F. „Framsókn“ var stofnað 8. jan. þ. á. að Höskuldsstöðum á Skagaströnd. Stofnendur voru 25, karlar og konur; nú eru félagar 36 að tölu. — Fundi sina hefir félagið venjulega haldið þriðja hvern sunnudag. Þar hafa verið rædd ýms áhuga- mál Ungmennafélaganna, t. d. þegnskyldu- vinnan, fánamálið o. fl., lesið upp, glímt o. þ. h. Þegar á það er litið, hve ungt félagið er og að margir félagsmenn eru innan við fermingu, er ekki hægt að búast við að það hafi afkastað miklu enn. Eg skal hér minnast á hið helsta, er það hefir gert.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.