Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1911, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.11.1911, Blaðsíða 2
SKINFAXI húsin vatnslaus og gaslaus, óræst, brotin og lek, Hvergi væri niat eða drykk að fá, því allir sem lifðu væru of mentaðir til að seðja hugur sitt eða leita sér skjóls. Stutta stund horfðu embættismennirnir á þurran landsjóðinn, lögmennirnir héldu uppi málaferlunum, þingmennirnir héldu í sér hita við að bræða upp stjórnarskrá, sem leifði, að ráðherrar væru 40 í einu. En um síðir drægi þó líf og dáð úr öllum, hvíld dauðans færðist Iíka yfir hina hærri gjaldendur, og að lokum heyrðist aðeins ein rödd, rödd hrópandans á eyðimörkunni. Það væri seinasti Islendingurinn, þáverandi prófessor í sögu, sem skjálfandi i hrolli dauð- ans, er færðist yfir hann, rökleiddi yfir ná- um landa sinna, að þeir sem framleiða lífsnauðsynjarnar séu gagnsminstu verurn- ar í hverju þjóðfélagi, — — — Þá er komið að kjarnanum. Lífið sjálft, reynslan, heilbrigð skynsemi heilbrigðra manna mótmælir þessari réttleysisárás á fátæklingana. Árásarmennirnir skifta um á réttu og röngu, kalla þá menn gagnslausa, sem halda uppi á Herkúlesarherðum sín- um himni þjóðarinnar, en hyggja marga þá menn nýta og réttháa, sem þiggja dag- legt brauð sitt, og alt sem þeir hafa í gjöld og aðra eyðslu, frá erfiði þeirra manna, sem þeir fyrirlíta og neita um ein- földust og sjálfsögðustu laun fyrir starfa þeirra. Því að hvað sem blindir menn segja, þá er vinnan móðir auðsins; án vinnu er engin velrnegun, ekkert líf, engin menning. Og þeir sem vinna á sjó eða landi, hvað sem verkið heitir, og hvað sem liður auðlegð þeirra, þeir eru þær sönnu sloðir þjóðfélagsins. En hverjum þeim, sem þetta athugar, getux^. varla nema blöski’að óskammfeilni hinna sönnu þurfenda, sem kalla sig gef- endur, og dómgreindaleysi gefandanna, sem klappa lof í lófa óheilli tungu brjóstmylk- inga sinna, sem launa fórn þeirra með fyrirlitning og rangsleitni. Jónas Jónsson. „Norræna stefnan“ í Færeyjum. Eftir Halldór Jónasson á Seyðisfirði. Þessir norrænu stefnufundir hafa verið' aðeins tveir, hinn fyrri í Noregi sumarið- 1908 og svo þessi núna í sumar í Þórs- höfn. Eiginlega voru þetta þjóðlegar kynn- isfarir á víxl milli Noregs og Færeyja, sem Islendingar tóku ekki þátt í fyi’st hér að heirnan, sökurn fjarlægðar og undirbún- ingsleysis. En nú í síðara skiftið kom fram ósk um það, að vór sendum líka menn á þetta mót og snéru Færeyingar sér til U. M. F. í. til þess að sjá um þetta. En nægileg samvinna hafði ekki á undan gengið svo að við sjálft lá að enginn mundi fara. Þar við bættust óhentugar skipa- ferðir frá Reykjavík, svo að sambands- stjóri U. M. F, I. fór þess á leit við mig: að fara, með því að sambandsþingið styrkti förina og skipaferðir voru betri af Austur- landi. Eg varð við þessum tilmælum og skal nú í stuttu máli greina frá aðalatrið- unum úr ferðinni, því að rúm leyfir mér ekki langa frásögn. Eg Ieyfi mér ennfremur að vísa til 28. og 29. tölubL „Austra“ þ. á., þar sem eg hefi skrifað um þetta efni. Forgöngu stefnunnar í Fæx-eyjum höfðu ungmennafélögin þar, og framkvæmdina haf ði nefnd sern kölluð var noiTæna nefnd- in og voru í henni meðal annara Jóanes Patursson á Kirkjubæ, fyrvei-andi þingmað- ur, Winter borgarstjóri í Þórshöfn, S. Even- sen kaupmaður o. íl. Sá siðastnefndi tók á móti mér strax á skipsfjöl og fylgdi mér til bústaðar, sem eg skyldi liafa ókeypis. Hafði nefndin séð öllum stefnugestum fyrir ókeypis dvalarstað á sama hátt. Fyrsti stefnudagurinn var ákveðinn laug- ard. 1. júlí og kom þá skip Norðmanna um kvöldið og heilsaði með fallbyssuskot- um. Bátar margir skriðu þá fram til þess að taka á nxóti gestunum og voru þeir skreyttir merkisfánum hinna þjóðlegri Fær-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.