Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1912, Síða 2

Skinfaxi - 01.02.1912, Síða 2
10 SKINFAXI manna, ab þeirra sársauki og þeirra gleði verði þín hrygð og þín unun. Að þú fáir sjónarhól utan við sjálfan þig, þaðan sem augað eygi langar leiðir vegi sína, vegi annara rnanna, vegi þjóðar sinnar og mann- kynsins als. Að þú finnir með sannind- um, að þú ert liður í ógnarmikilli heild, sandkorn á sjávarströnd úthafsins mikla. Að eins eitt sandkorn, en ekki (eins og þú hugðir einu sinni) H. H., konungur alheims- ins, fæddur með fullveldi til að gera þér að gleði neyð og niðurlæging annara manna“. Þannig mundi sú sanna menning tala, ef hún væri kvödd ráða; hún mundi gefa þeim einum sigurlaunin, sem harist liefði altaf, hreint og djarflega undir merhjum hennar. Hún mundi fullyrða, að hún hirti ei um ætt né stétt, ei um tign né titil, að hún mundi blátt áfram áfella og afneita eigingjarna, skammsýna, samkendarlausa rándýrinu, jafnvel þó það rétti sig fram úr skugga hásætisins sjálfs. En að hún mundi gleðjast yfir og fagna hverjum þeim, sem berðist, fullur eldmóðs, afls og skilnings, að því að geralífmann- anna heilbrigðara, betra og fegurra en það var fyr. Og á gröf þess manns — en ekki fyr — mundi hún rita gullnum stöf- um: „Hér hvílir mentaður maður11. J. J. Um skip. í Hamborg hefir nú um stund verið unnið að stórkostlegri drekagerð; var það Hamborgar-Ameríkulínan, sem lét gera þann knör; er hann mestur þeirra skipa, sem nokkurn tíma hafa verið gerð, 268 metrar á lengt, með 4 þilförum, 11 stofu- hæðum, þrem reykháfum, svo víðum að meðal fljótaskip gætu siglt gegum þá. Skip þetta er 50,000 ton og rúmar þægilega 5000 farþega. Engar tölur gefa hugmynd um þvílka risa-stærð. Þar er samanubrður hetri. Segjum þá fyrst, að þetta skip er 50 sinn- um stærra en bátar þeir, sem Danir hafa til flutnings í okkar þarfir, að það er nær helmingi lengra en framturnar Kölnarkirkju- eru háir. Þó er sú bygging einhver hin stórkostlegasta, sem til er í veröldinni. Og að ef byggja ætti hús, sem vera skyldi jafn hátt og Hamhorgardrekinn er languiy yrði ]>að að vera 50 stofuhæðir. Á slíku skipi hverfa vitaskuld flest þau> óþægindi, sem annars fylgja sjóferðum, því þar er ílest sem veita má nauln og unun. Húsakynni öll stór og björt, sí- hreint loft, nær enginn hristingur, hvorki af völdum hafsins né vélanna. Á efstu þiljum eru gangsvalir og sjónturnar; gnæfa þeir svo hátt yfir sævarflöt, að þar nær varla á öldugangur né særok. Undir þilj- um er alt að sama skapi. Þar er borð- salurinn 100 metra langur og tvennar hæðir. Þar mega matast í einu 700 mennr allir við smáborð, þeir saman, sem- þess óska. Kring um borðsalinn eru lestr- arherbergin, reykingasalir, setustofur, dans- hallir, söngskálar og „letigarður“ eins og í Reykjavík. Þá er enn stærri fimleikasal- urinn, með öllum íþróttatækjum, sundhöll- in og vetrargarðurinn. Sundhöllin er í rómverskum stíl; alt í kringum hana liggur fagur súlnagangur. Inn í skálina fellur sjórinn kolblár og endurnýast á hverri klukkustund. Þar geta í einu verið mörg hundruð manns; sumir á grynningum, þeii” sem baðast aðeins, aðrir á sundi í hyl- djúpum sjó. Þannig er samansafnað flestu- því, sem menn hafa sér til gleði í stór- bæjum heimsins, en síðasl bætt við nátt- úrufegurð og unaði hitabeltislandanna. Það er í vetrarqarðinum. Það er salur afarmikill, hár og bjartur, þar sem gnæfa hátt í loft léttar og fagrar krónur sígrænna pálmaviða, en grannar blómskreyttar, vafn- ingsjurtir vefjast um stofnana. En i þess- um trjálundum þúsund og einnar nætur suða óteljandi uppsprettur og gosbrunnar/' þeir Ijóma á kvöldin i skini rafljósanna, í marglitum, tiundraðföldum regnbogum yfir höfðum ferðamannanna, sem reika í

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.