Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1912, Side 6

Skinfaxi - 01.02.1912, Side 6
14 SKINFAXI styrjfild á liendur, flæmir hann stað nr stað, reynir nð gera hann að þjóf, og þegar það mistekst, þegar logið er á hann sökum en þó sýknaður, þá á sá sakfeldi að borga lygurunum ómakið. Af því hann ar ekki þjófur, þá skal hann verða öreigi — og deyja í fjárhúsi. En meðan þjóðin háði þennan ójafna leik, við einn sinn mesta mann, þá urðu til fá- einir af dýrustu gimsteinum þessa lands — ljóð Hjálmars. Og hver mundi trúa j)ví, að blásnauður öreiginn, hann sem var of aumur, of hataður til að fá að vera sveitarlimur á þessu landi, hann mundi arfleiða þjóðina að ódauðlegum fjársjóðum, og að þessir fjársjóðir hans væru kvalastunurnar, andvörpin og neyðar- ópin, sem urðu honum af munni, þegar Iblind og grimrn samtíð var að reyna að gera auðvirðilegt, það sem var tætt voldugt. J. J. Hungurvofan. Skorturinn er áhrifamesta eitrið fyrir líkama manns og sál. Hann er uppspretta mestrar grimdar og samvinnumótþróa í beiminum; þar sem skorturinn þenur út dauða-bleika vængi sína, þar visnar og deyr allur hlýleiki, vinsemd og ást. At- hugið smábændurnar í hrjóstugu héruðun- um í Campagna, verkamenn stjórnarinnar, vinnumanninn og smásalann. Þegar at- vinnan er viss og framfærslan örugg, þá er skorturinn og harðbrjósta neyðin langt frá dyrnm og allar góðar tiifinningar geta kviknað og dafnað í hjarfa mannsins. Þá lifir fjölskyldan i hagstæðum kringumstæð- um, foreldrarnir eru samlynd og börnin ástúðleg. Og ]>egar verkamaðurinn kem- ur úr reyknum i verksmiðjunni og mæt- ir gráhærðri móðir sinni — lifandi ímynd hálfrar aldar hetjudygðar og drengilegrar fórnar — þá getur hann, þreyttur að vísu, en þó fullviss um daglegt brauð, steypt af sér hörðum ham hversdagsþjáning- anna og boðið móðir sinni að njóta með sér fátæklegu máltíðarinnar. En látum sama manninn vera augliti til auglitis við atvinnuleysi og skort, og þú munt sjá út- lit heimilisins breytast eins og þegar dagur breytist í dimma nótt. Bóndinn fær enga vinnu og kemur heim kauplaus. Konan, sem ekki veit hvernig hún á að seðja hung- ur barnanna, kennir manninum um neyð- ina. Og bóndinn, nýsnúinn frá dyrum tíu vinnuveitenda, sem allir hafa vísað honum á bug, finnur að hann á ekki lengur griða- stað við sinn eiginn arinn, af því hann hefir árangurslaust beðið þjóðfélagið um heiðarlega vinnu. Og trygðar- og ástar- bönd fjölskyldunnar veikjast og losna. Samkomulagið versnar. Börnin eru of mörg, og þegar veslings, gamla móðirin nálgastson sinn, les hún í dökkum, æstum andlitsdráttunum óvæntan kulda, og móð- urhjartar grunar, að drengurinn hennar sé nú særður eitruðum tönnum hungur- vofunnar, að hann líti til hennar illu auga og ósonarlegar hugsánir blási honum í brjóst: „Betri væri opin gröf í kirkju- garðinum en einum manni fleira að fæða í alsleysinu heima!“ (E. Ferri. J. J. þýddi). Kappsund, Fyrir tveinmr árum gaf Reykvíkingur einn, Guðjón Sigrrðsson „Nýársbikar Grettis1', sem kept er um á hverjum ný- ársdagsmorgni með kappsundi á Rvíkur- höfn. Sundskeiðið er 50 nietrar. Fær sá bikarinn árlangt, sem fljótastur er þá leið, og til eignar, ef unninn er þrem sinnum. Nú vann bikarinn Erlingur Pálsson, sonur Páls sundkennara. Hann var 37^/a sekúndu á leiðinni. Víða út um heim hafa menn slík kapp- suud um miðjan vetur til að reyna á þol og harðfengi íþróttamannanna. Bæði Eng- lendingar og Frakkar þreyta sundið á jóla- dag og nefna bikarinn því jólabikar. Eng- lendingar synda yfir allbreitt stöðuvatn í

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.