Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1912, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.09.1912, Blaðsíða 2
66 SKINFAXI Hér á effir fara skýrslur nokkurra fé- laga um iðgjöld fyrir fólk á aldrinum frá 15—35 ára og í Ungmennafélöguuum mun aðaliega vera fólk á þessum aldri. Tölurnar sýna ársiðgjald af 1000 kr. af 'gð, (2 »: útborguð við dauða). Dan Hafnía Ár. kr. au. kr. au. 25 - - 17,71 17,40 26 - - 18,16 18,00 27 - - 18,65 18,60 28 - - 19,18 19,20 29 - - 19,74 19,80 30 - - 20,34 20,50 31 - - 20,97 21,20 32 - - 21,63 22,00 33 - - 22,33 22,80 34 - - 23,07 23,60 35 - - 23,84 24,5.0 I þessum félögum sýnist vera talsverS- um erfiSleikum og ýmsum óþægindum bundiS fyrir yngra fólk en 25 ára aS fá sig líftryggt. Þó má líftryggja börn í báS- um meS vissum skiiyrSum. 1 Hafnía meS þeim, aS deyi barniS innan ákveSins ald- urtakmarks, t. d. 15—20 ára, þá er lífsá- byrgSin ekki borguS, heldur aS eins iSgjöld- in til baka meS 4°/0 vöxtum. En lifi barn- iS fram yfir þetta aldurstakmark, er mikiS unniS viS aS hafa keypt ábyrgðina, því iðgjöldin eru svo miklu lœgri. Og því lægri| sem barnið er yngra, t. d. er iðgjald í „Hafnía“ af 1000 kr. fyrir ársgamalt barn 21 kr. 20 aur, og þá er miðað við að lífsábyrgðarupphæðin verði því borguð, þegar það er 36 ára. I skýrslu um „Dan“ um barnatrygging- ar segir svo: „Ábyrgðin er útborguð á þeim mánaðar- degi, sem ábyrgðin er tekin, eftir ákveðinn árafjölda, eða fyr, ef sá vátrygði deyr, eftir að vera orðinn fullra 5 ára og ábyrgðin hefir staðið í minnst 3 ár. Deyi hinn vá- trygði áður, er iðgjaldauphæðin endur- borguð án vaxta“. Iðgjald af 1000 kr. lífsábyrgð þar, fyrir barn, er 21 kr. 26 au. áriega þangað til það er 35 ára, og þá er upphæðin út- borguð. „Dan“ gefur bindindismönnum sérsiök hlunnindi. Aðalumboðsmenn þessara félaga eru, þeir A. V. Tuiinius fyrir „Dan“, og Egill Jakobsen fyrir „Hafnia“, báðir í Rvík. Munu þeir fúsir að svara bréflega öllum fyrirspurnum þessu viðvikjandi, hvað- an sem þær koma af landinu, og gefa fólki allar upplýsingar um, hvert og hvernig það' eigi að snúa sér, að því er liftrygg— inguna snertir, þó það eigi heima á yztu annnesjum landsins. „Dan„ hefir nokkra undirumboðsmenn í stærri kaupstöðunum, en ekki var aðal- umboðsm. svo fróður, að hann gæti sagt mér nöfn þeirra, og sýnir það meðai annars, hvað nauðalítil rækt er lögð við starfið af hálfu félaganna. Annars mun óhætt að mæla með „Dan“ sem öruggu félagi, enda stendur það und- ir umsjón danska ríkisins, og það hefir allfjölbreyttar tryggingar. Einnig starfar hér félag nokkurt enskt, sem Garðar kaupm. Gislason er aðalum- boðsmaður fyrir, og sænskt, „Krónan“, sem þau Gunnar kaupmaður Olafsson í Vest- mannaeyjum og frk. Sigurborg Jónsdóttir í Rvík eru aðalumboðsmenn fyrir, en skýrsl- ur þeirra og fyrirkomulag hefi eg ekki getað kynt mér. Þá kemur hér að lokum skýrsla þes& félags er mér geðjast best að af þeim fé- lögum, er hér starfa, og eg hefi kynnt mér,. og eg tel það langbest fyrir margra hluta sakir. — Það er lífsábyrgðarstofnun ríkisins, (Stats- anstalten). Sýrslan sýnir iðgjöld þess af 1000 kr.. lífstíðartryggingu í þrennu lagi. Fyrsti dálkurinn, að borga iðgjöld æíi- langt. Annar, að hcetta að borga iðgjöld við sextíu ára aldur, og þriðji, að hcetla að> borga iðgjöld við fimmtíu ára aldur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.