Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1912, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.09.1912, Blaðsíða 8
72 SKINFAXl Á Laustiu eru hvað mestir mannflutningar, og eink- um til Reykjavíkur, þar sem skólarnir eru flestir. Ungmennafélagar sem ílytja, muni eftir réttindum þeim, er þeir eiga samkvæmt sambandslögunum, þar sem Ungmennafélag er fyrir. — U. M. F. R. biður þess getið, að það vilji gera aðkomu- félögum sem hæst undir höfði og veita þeim þátttöku í glimum og öðrum fyrir- tækjum sinum með sömu skilyrðum og eigin félögum. Þeir sem koma, segi lil sín. Þeir einir fá Skógræktarritið ókeypis með Skin- faxa, sem hafa goldið andvirði hans d ár- inu, munið það! Til lítils mun að senda þeim mönnum blaðið áfram, sem slíkt fá- dæma tómlæti sýna, að láta þessa góðu bók ganga úr greipum sér. — Hvað varð- ar þann mann um áhugamál Skinfaxa, sem encju iætur sig skifta skógræktarmál iandsins? Um fram alla muni, látið Skin- faxa ekki ala óráðvendnina í landinu. — Odýrast er að senda andvirðið með póst- ávísun. Cuðin. Davíðsson er nýkominn austan frá Sogi, þar sem hann var að vinna við skóglendi Ungm.- félaganna. Fé hafði komist inn á landið mcð því að rótað hafði verið (af manna- höndum), hleðslu undir girðingunni á tveim stöðum, var það þar sem vegur hafði leg- ið áður. — Mönnum ér ekki láandi, þó að þá langi til að sjá reynifrén, og fari þessvegna inn fyrir girðinguna, en ekki er hún rík löngunin hjá hessu fólki, að slík- um trjám fjölgi á landinu, ef það hirðir ekki um að aftra öðrum verri spellvirkjum inn á eftir sér. Guðm. smalaði, bætti girðinguna grisjaði og seldi við. En krummi hafði kroppað alt fræið af reynitrjánum, þegar það skyldi taka. Urn Skinfaxa. Víst er um það að gengi hans fer batn- andi, og er þar til marks hin óvenjumikla Mi SKINFAXI 3 — mánaðarrit U. M F. í. — kemur út i Reykjavík j og kostar 1 kr. árgangurinn, erlendis 1,50 kr. ÍRITSTJÓRI: Jónas Jónsnon frá Hriflu. u Skólavörðustig 35. U Afgreiðslumaður: Björn Þórhallsson Laufási Ritnelnd: H Agúst Jósefsson, Guðbrandur Magnússon Tr. Þórhullsson. [U___________ kaupenda-aukning, því heita má að hún hafi tvöfaldast tala kaupendanna á einu ári Og nær hundraði munu þær vera beiðnirnar um hann, sem komið hafa síðan birgðirnar þraut. — Ritið sem fylgdi hon- um ókeypis mun eiga þátt í þessu að nokkru, en álika rit fylgja honum fram- vegis, svo gera má ráð fyrir mikilli aukn- ingu enn þá. En nú er mælst til þess, að þeir, sem gjörast ætla kaupendur Skinfaxa með næsta ári, gefi sig fram fyrir áramót, svo að eintakafjöldinn geti orðið hæfilega ákveð- inn. — Ungmennafélagar! Það œtti að vera hægt fyrir hvern ykkar sem er, að útvega einn nýjan, skilvísan kaupanda, því jafn-ódýr bókakaup fást ekki i landinu.— Og það sem þið ætlið að gera til að út- breiða blaðið, skuluð þið gera sem allra fyrst. Eitsöfuunin. Þessir hata þegar lagt skerf til hennar: Ungmennafélag Reykjavikur 25 kr., G. 5,00, J. S. 5,00, J. Þ. 1,00, Þ. K. 1,00. Alls 37 kr. íþróttafélagiö í Eeykjavík færir nú út kvíarnar. Hefir það auk venjulegra æfinga í vetur námsskeið fyrir unglinga, byrjendur. Kennari er Björn Jakobsson. Félags'prentsmiðjnn.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.