Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.09.1912, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.09.1912, Blaðsíða 4
68 SKINFAXI Lífsábyrgðarbréf er verðbréf, sem er stoð og stytta i öllum fyrirtælrjum. Lífsábyrgð- arbréf er sú besta og tryggasta gjöf, sem maður getur gefið konu sinui eða kona manni sínum á giftingardeginum. Það varpar á burt öllum kvíða fyrir framtíð- inni, og ábyrgðarféð er ómögulegt að taka lögtaki, þó alt annað sé tekið upp í skuld- ir — eins og þvi miður oft kemur fyrir. Lífsábyrgðarbréf er nú besta gjöf, sem for- eldrar geta gefið börnum sínum, því með því, að kaupa þeim lifsábyrgð — og það helst sem yngstum, eru þau að styðja að velmegun ættingja sinna, og spara börn- unum stórfé, því þá eru iðgjöldin svo lág og ótilfinnanleg, þegar að því kemur að barnið á að sjá fyrir sér sjálft, og borga þau. Liftryggingarbréf er sú besta eign, sem hægt er að eiga, einkum þó fyrir alþýðu- fólk, er líka oft eina eignin sem það á. Eg vona að íslenskur æskulýður taki þetta mál upp á sína arma, vona að hann láti það ekki bíða til morguns, sem hann get- ur og á að gera i dag, sem sé, að kaupa sjálfum sér lífsábyrgð, og stuðla að því af öllum mætti, að aðrir geri það. Með því vinnur hann þjóðinni ómetan- legt gagn, og sjálfum sér gagn og sóma. Þættir frá Ólympíuleikjunum. II. Leikirnir enduryaktir. Það var ekki fyr en í byrjun 19. aldar að mönnum fór að detta i hug, eða að minsta kosti þorðu að minnast á það livor- ir við aðra, að endurvekja hina fornu Ólympíuleika. Það var árið 1852 að Þjóðverji nokkur að nafni Curtius, kom með þá uppástungu, að grafa upp rústir Ólympíu. Þýzku stjórn- inni leist vel á þetta og veitti 800 mörk til fyrirtækisins. Að fengnu leyfi Grikkja- stjórnar, var byrjað á verkinu, sem stöð- ugt var haldið áfram fram í marz 1881. Gaf þá aftur að líta Ólympíu með must- ei'i, finxleikahúsi, æfingaskála ogleikvangi; vitanlega æði bitið af tímans tönn, en þó eigi svo, að glögt mátti greina þar mynd af leikvangi heimsins frægustu kappleikja Þegar Grikkir sáu nú hinar fornu rústir rísa aftur úr moldu, vaknaði hjá þeim brennandi löngun til að feta í fótspor feðra sinna, og endurvekja nú þá leiki, sem fyrir 2000 árunx vörpuðu dýrðlegum Ijóma yfir alt Grikkland. Það varð líka til að ýta undir þá, að nú var sterk íþróttaalda farin að gera vart við sig í heiminum; alda þessi var sterkust á Englandi, og þar átti hún upptök sín. í rnai'ga mannsaldra höfðu Englendingar iðkað íþróttir og haft einskonar Ólympíuleiki, sem þeir nefndn ;,Athletic Sports“. Þegar svo alda þessi bai'st til Grikklands, tókst Grikkjum að færa það líf í iþróttirnar, að á rústum hinn- ar fornu Ólympíu var haldið íþróltamót í fyrsta sinn árið 1859, þá 1870, 1875 og; síðan af og til. Þessi íþróttahi’eyfing var víðast enn ung, enda skilningur fjöldans- á líkamsmentun harla lítill. Menn vildu horfa á leikina sem hverja aðra skemtun, en að taka þátt í þeim, var öðru máli að gegna. Leikmót þessi urðu því ekki að tilætluðum notum, tæplega fyrir Grikk- land, hvað þá allan hinn mentaða heim. Menn höfðu litið á sagnir frá hinurn fornu Ólympiuleikjum fx-ekar til skemtun- ar nútíðarmönnum, en sem fyrirmynd þein'a. En þegar menn sáu nú sjálfir hverja þýðingu íþróttirnar höfðu íyrir Eng- lendinga, hvernig þær settu hreystimark á þjóðina, fóru augu manna smámsaman að opnast fyrir nytsemi þeirra. Menn fundu það, að heimurinn þarfnaðist þeirra kosta, sem einkendi Forngrikki fyrir íþróttaiðk- anir þeirra. livað var þá eðlilegra en að hugnxyndin um alþjóða kappleika færi að gera vart við sig. Það var bein þörf, sem knúði menn til að endurvekja Ólympíu- leikina, og íklæða þá búningi nútimans^ En heiðurinn og þakkirnar fyrir að koma hugmynd þessari í framkvæmd tilheyra

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.