Skinfaxi - 01.12.1913, Side 5
SKINFAXI
93
sem notaður var við vígslu háskólans ís-
lenska, og — fáninn sem hertekinn var á
Reykjavíkurhöfn 12. júní:
Blá-Jivíti fáninn!
Ekkert má aftra því, að það verðihann,
sem þjóðinni verður valinn. Enginn kryt-
ur, engin smámunasemi — ekkert nema
heima-alin andmæli þeirra þjóða, sem of-
líka fána þættust eiga, sem mjög er ólík-
legt að komi fyrir.
Og þar eð það er vitanlegt, að allir
fánavinir í landinu kjósa þann fána ein-
an, þá má ekkert minna en þjóðaratkvœði
skera úr því máli, ef til kemur.
G. M.
Allsherjar leikmót 1914.
Sambandsstjóri bar það undir fjórðungs-
þingin 1912, hvort samband U. M. F. í.
ætti ekki að beitast fyrir álíka leikmóti að
ári, og því er háð var 1911, og hefir hann
nú samkvæmt samþyktum þeirra skipað
fjóra menn, auk sjá'ifs sín, í nefnd er ann-
ast undirbúning og forstöðu mótsins, þá
Björn Jakobsson leikfimiskennara (formann),
Egil Guttormsson, Arebo Clausen og Guðm.
Kr. Guðmundsson, og hefir nefndin þegar
tekið til starfa,
Ákveðið er að leikmótið skuli verða
í Reykjavík, og ráðgert að það hefjist 17.
júní. Þá er og ákveðið að þeir einir geti
átt þátt í leikunum, sem eru í einhverju
félagi, er hefir íþróttir að markmiði, og
þó að eins menn úr þeim einum félög-
um, sem eru í Iþróltasamöandi ís-
lands.
Að öllu verður farið eftir lögum og fyrir-
skipunum íþróttasambands Islands og leik-
mótið háð undir þess yfirumsjón.
Allar leikreglur og alt er menn þurfa
að vita, við undirbúning undir leikana,
verður sent með janúarpóstunum öllum
Ungmenna- og íþróttafélögum.
Þá mun og stuðlað að því, að menn
geti átt kost á að fá keypt helstu íþrótta-
tæki hér í Reykjavík það snemma, að
höfð verði til æfinga undir leikana. Mun
nánar frá því sagt í næsta blaði Skinfaxa.
Stjórn í. S. í. hefir heitið að berjast af
alefli fyrir því, að lækkað verði fargjald
fyrir alla þá iþróttamenn er sækja mótið,
og sjóleiðina koma með skipum þeirra fé-
laga, er landstjórnin semur um samgöng-
urnar við. Og ætti það fremur að herða
á mönnum um þátttöku.
Eg geri ráð fyrir að einhverjum komi
á óvart þátttökuskilyrði það, að menn séu
i félagi og félagið sé í í. S. í. En til
þess liggja heilbrigðar orsakir. Allir iþrótta-
menn og íþróttavinir þurfa að vinna sam-
an að vexti og viðgangi íþróttanna. Og
til þess er félagsskapur sjálfsögð leið. Og
félag þetta er þegar stofnað: íþróttasam-
band íslands. Þá þurfa allir að njóta sem
mestrar þekkingar á íþróttunum sem iðk-
aðar eru, trygging að vera fyrir nytsemi
þeirra og hollustu, og ekki síst þurfa menn
að fara eins að; með því einu móti kem-
ur samanburður til greina, en samanburð-
ur, samkepni, lyftir ekki hvað síst hér.
Alt þetta vinst eina leið: íþróttasambands-
leiðina. Heilbrigð skynsemi og reynsla
annara þjóða skera úr um það.
Og fyrst sambandið er stofnað, þá ei*
lika sjálfsagt að beita þessu aðhaldi nú
þegar, til þess að þessar litlu lindir,
iþróttauppspretturnar víðsvegar um land-
ið, nái að komast sem fyrst í réttan
farveg.
Þess vegna er það alvarleg áskorun sam-
bandsstjóra og forstöðunefndar leikmóts-
ins, að öll Ungmenna- og íþróttafélög í
landinu gangi i íþróttasamband Íslands,
þau er ekki hafa þegar gert það.
Þar er nytsemin vissulega margfalt
meiri en tilkostnaðurinn. Gjaldið 10 aurar
árlega af félaga. Þó eigi minna en 5
krónur af hverju félagi.