Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1916, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.10.1916, Blaðsíða 3
SKINFAXI. 115 Nú síðastliðið vor og suinar hefir dauð- inn verið þeim allnærgöngull. Hefir hann byrjað á stafrófinu og svift þau tveim meðal þeirra elstu og tryggustu félaga, ágætisdrengium og efnismönnum. Annars þeirra, — Andrésar á Gilsbakka hefir ver- ið getið hér áður. Hinn er Björn Þór- hallsson. biskups. og vildi eg biðja Skin- faxa að flytja nokkur orð til minningar um hann, sem ófullkominn varða yfir þær von- ir, sem með honurn hafa gengið til grafar. Hann var fæddur 3. ágúst 1891 í Laufási viðReykjavík og dvaldi þar mestan hluta æf- innar. Á unga aldri gekk hann i menta- skólann og stundaði það nám i 5 vetur. Hætti hann síðan og tók við bústjórn hjá fðður sínum, með jivi að hugur hans hneigðist fiá öndverðu mjög að búskap. Halði hann það starf síðan með höndum, að undanteknum einum vetri, er hann dvaldi á Hvanneyri við búnaðarnám, uns hann síðaslliðinn vetur fór ulan lil þess að fullkomna sig í þeirri grein. Dó hann í þeirri ferð úr illkynjuðum sjúkdómi sem mun hafa verið að búa um sig í honum siðustu árin. Skorti hann þá rúman x/2 mánuð á 25 ár. Að Birni heitnum er hinn mesti mann- skaði. Má fullyrða að hann hefði orðið með nýtustu sonum þjóðar sinnar, ef hon- um hefði enst heilsa og aldur. Mun eink- urn vandbætt framtíðareyðan, sem þar er orðin í bændastétt landsins. Er lítið efa- mál að þar hefði hann ætíð staðið meðal hinna fremstu, ef fengið liefði að njóta sín. Ber margt til þess. Meðal annars það, að hann var óvenju ötull og afkasta- mikill hvað sem hann tók sér fyrir hend- ur, og svo hitt, að þetta var starfið sem hann hafði sérstakan áhuga á. Hann var ekki einn þeirra manna, sem lála hlul- köst eða hendingu ráða um, við hvaða starf.þeir lenda i lífinu. Hann var frá upphafi ákveðinn í, að livaða marki hann skyldi stefna og vann að þvi allur og óskiitur. Langaði hann mest til að verða bóndi í sveit. Fanst það eiga betur við sig en kaupstaðalífið. Ungmennafélagi var liann tryggur og góður. Mun hann hafa verið orðinn einn hinna elstu félaga U. M. F. R. Á fyrstu árum þess þar, starfaði hann með fjöri. og áhuga á margan hált, bæði i stjórn þess, ýmsum nefndum ofl. En eftir því sem að aðrar annir íilóðust á hann, dró hann sig heldur í hlé, en fylgdist þó altaf með því af áhuga og bar jafnan mjög hlýjan hug til þess. Vinum sínum er Björn heitinn mjög harmdauði, því liann var drengur hinn besti í allri viðkynningu, tryggur og vin- fastur. Þegar hann var heilbrigður og vel lá á honum, var liann fagnaðarhrókur hinn mesti, og minnist sá er þetta ritar margra slíkra ánægjustunda með honum. Hin síðustu árin var þó ekki luust við að hann bæri nokkurn kvíðboga fyrir heilsu sinni. Kom það helsl í Ijós er hann lalaði við vini sína i einrúmi. Er slikt ekki að undra um ungan mann með liugann full- an af framtíðardraumum og starfsþrá, en sem finnur að vanheilsan er að hefta hann á höndum og fótum. Er ekki ólíklegt, að hann hafi hugsað þar likt og annar ung- ur maður, er líkt stóð á fyrir: Hve þeir eiga gott sem að þrek er i hönd og þurfa’ ekki að ótlast að deyja. Því enn er svo mikið um ónumin lönd og enn er svo margt lil að segja. Lát ungra manna vekur sjaldnast eins mikla athygli og liinna eldri. Ber þar venjulega mest á söknuði vina og vanda- manna. Er það að vísu von, því að stærra rjóður er eftir fullþroska eik, en ungan nýgræðing. En hinir sem staðið hafa nær og vita, hvert gróðurmagn þar hefir farið forgörðum, skilja betur framtíðartjónið sem orðið er. Fyrir augum þeirra stækkar litli auði bletturinn eftir unga nýgræðing- inn smált og smátt, uns hann verður að eyðiflagi, sem hvergi sér úl yfir. Og þá verður hrygðarefnið tvöfalt, að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.