Skinfaxi - 01.10.1916, Blaðsíða 7
SKINFAXÍ.
119
ar á auvirðilegum skemtunum eða við fá-
víst gaman en að renna sér á skíðum og
fylla Iungun af lireinu lifandi lofti. Þeii’
vita ekki hversu dýrðlegt það er að vera
daglangt í faðmi i íslensku náttúrunnar
hvort sem hún er snædrifin eða sumar-
klædd. Maður finnur nýjan þrótt streyma
um hverja taug. Maður gleðst yfir öllu
sem fyrir augun her eins og maður eigi
alt landið.
Fyrsta skilyrðið fyrir að gela iðkað þessa
íþrótt er eiga góð skíði. Menn ættu að
reyna að fá sér sem best skíði, bæði að
efni og smiði, annars mun ekki skýrt frá
því hér hvernig efni og lögun ætti að
vera, því til þess er ekki rúm. Aftur á
móti skal atlmgað hvernig bindingarnar
ættu að vera. Bindingarnar geta fyrst
kailast góðar ef maöur getur liaft algert
vald á skiðinu án þess að bindingin þreyti
fótinn eða hindri hreyfingar hans. Mað-
ur á að geta bundið skíðin fljótlega á sig
og leyst af sér lljótlega. Það er einkan-
lega áríðandi að bindingarnar passi vel.
Ólin sem höfð er yfir tærnar á ekki að
vera víðari en svo að hún nemi við litlu
tána og hælkap[iinn á ekki að ná lengra
en á miðjan hæl. Það eru notaðar marg-
ar tegundir af bindingum og fara þær að
mestu eflir geðþótta manna.
Nú eru vanalega notaðir tveir stafir i
skíðaferum, eru þeir úr reyr eða öðru
léttu efni og hafa spanskreyr-hringi á end.
um til þess að þeir stingist ekki of langt
niður í snjóinn.
Klæðnaðurinn þarf að vera iéttur og
hlýr. Ullarpeysur eru ágætar. Buxurnar
stullar eða siðar eftir því sem menn vilja,
en aðgæta verður að þær séu rúmar um
knén. Séu buxurnar stuttar er golt að
nota legglinda eða legghlífar. Stígvélin
þurl'a að vera vel rúm og ekki með þykk-
um sólum. Á ljallferðum er nauðsynlegt
að vera í „stormfötum“.
Ef færðin er góð og útbúnaður allur þá
eru menn sjaldnast lengi að læra að
standa á skiðunum svo vel fari. Það er
einfalt og auðlært og athugi menn aðferð
þeirra sem æfðir eru þá munu þeir skjótt
verða svo leiknir að skiðin verði þeim til
ánægju. Það er eigi gott að skýra frá
hvernig menn eiga að haga sér, en þó
skulu settar hér nokkrar leiðbeiningar.
Á sléttlendi á að láta skiðin renna
áfram án þess að lyfta þeim. Menn hall-
ast dálítið áfram og beygja lítið eitt knén
einkum það sem framar er, um leið og
þeir lyfta hælnum á aftara fæti og skjóta
fremri fæti fram. Þegar farið er upp
brattar brekkur verður vanalega að fara i
skástigum. Þegar farið er niður brekkur
eiga menn að standa þvi nær beinir, með
fæturna saman og annan dálítið framar
en hinn. Það er engi ástæða að hræðast
þótt geyst l'ari og fyrst í stað mega menn
ekki kippa sér upp við það þótt þeir missi
fótanna. Það lagast alt með tímanum.
Að geta staðið á skíðum niður bratta
brekku eða geta stokkið hátt og fallega
er bæði gagnlegt og gaman, en þeir sem
vilja njóta skíðdiþróttarinnar í fullum mæli
ættu ekki að binda sig við einn sérstak-
an blett heldur fara yfir fjöll og firnindi.
Þá skilst þeim fyrst hversu dýrðlegt er að
ferðast á skiðum á heiðskírum vetrardegi.
Til þess að geta iðkað skiðaferðir þurfa
menn hvorki mikinn né dýran úlbúnað.
Það þarf enga tilbúna skíðabraut. Et
færðin er góð er hið mesta fengið. Sé
útbúnaðurinn að öllu svo fullkominn sem
kostur er á, þá fer að vísu ekki hjá því,
að í bann þurfi að leggja nokkurt fé, en
hafi menn ekki nerna það, sem þeir nauð-
nauðsynlega þurfa, þá trúi eg ekki að
nokkur meður reisi sér hurðarás um öxl
þótt hann leggi fé i þann kostnað. Þess
vegna retti hverjum manni að vera kleift
að iðka þessa glæsilegustu íþrótt allra
íþrótta.
Hver einasti Islendingur á að eiga skíði