Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1916, Page 5

Skinfaxi - 01.10.1916, Page 5
SKINFAXI tl7 komin hreinskilni er'einn af bestu kostum þessarar merkilegu bókar,* Utanfarlr. Margir ungmennafélagar fara nú utan með haustinu, og sumir farnir. Bræðurn- ir Ragnar og Ásgeir, Ásgeirssynir eru komnir til Danmerkur. Þaðan vill Ásgeir leita til Þýskalands og Englands, ef hann má fyrir styrjöidinni. Sigurður Tómasson úrsmiður frá Eyrarbakka er nýfarinn til Frankfurt am Main. Hafði hann þar vissa atvinnu við iðn sína. Þaðan er skamt til Svisslands, sem er hið fyrirheitna land allra úrsmiða. Ekki vonlaust um að hann sendi Skinfaxa fréttabréf. Biiiuilug'abrotln. Ungmennafélögin hafa að vísu aldrei tekið bannmálið á stefnuskrá sína. En þau hafa krafist bindindis af öllum félags' mönnum, og með þvi sett sig í fullkomna andstöðu við meðhaldsmenn vínsins. Nú er bannið komið á. Og frá sjónarmiði bindindismanna, sem nokkuð meina með bindindi, er það auðvitað þúsund sinnum æskilegra, að víninu verði algerlega útrýmt úr landinu, heldur en að ofdrykkja hald- ist við. Þessvegna verður vafalaust sú raunin á í framkvæmdinni, að flest dugandisfólk úr ungmennafélögunum verður í flokki bannvina, þó að enginn skyldi knýja til þess; Hugarfar bindindismannsins eitt saman leiðir hann til að óttast ofurveldi áfengisnautnarinnar, sem fyrirsjáanlegt er, ef banninu verður létt af. Aðaldrættirnir viðvíkjandi bannmálinu eru fáir og einfaldir. Það er lítið brotið í sveitunum, og jafnvel gamlir vínmenn sætta sig við breytinguna, Og ílestir eru þar hlyntir banni, muna eftir niðurlæging- unni, peningatjóninu og deilunum, sem leiddu fyrrum af vínnautninni. I bæjun- um t. d. Reykjavík drekka verkamenn og sjómenn sárlítið. Og það hefði verið al- veg vandalaust að ‘halda þeim stéttum í skefjum. Vitaskuld eru þar eiustöku ræfl ■ ar, sem drekka smyglabrennivín og suðu> vinanda til skiftis. Nei, hættan stafar lang- niest frá dálitlum hóp embættismanna og kaupmanna í bæjunum. Þar eru þó margar heiðarlegar undantekningar, einkum að þvi er snertir prestana. En það er nóg sem nóg er. Sumir þessir menn eru lög- gjafar, og þeir reyna að hindra nauðsyn- legar endurbætur i bannlögunum. Sumir þeirra eiga að sjá um að lögunutn sé hlýtt. en taka þátt í hálfopinberu svalli og vínveislum. Það er svo sem auðvitað, að slíkir löggæslumenn muni ekki eigg gott með að hegna vínsmyglunum, eða niönn- um, sem eru þeim samsekir. Sumir þess- ir lögbrotamenn hafa að vísu ekki neitt starf með höndum bannlögunum viðvíkj- andi fyrir hönd þjóðfélagsins. Eq séu þeir hátt á strái, hafa lögbrot þeirra og opinber fyrirlitning á landslögunum stór- hættuleg áhrif á almenningsálitið. Lög- brotin eru álitin „fín“ og glæsileg eins og þeir sern temja sér þau. Og i spor þess- ara manna flykkist heill hópur af vesal- mennum, sem fúsir eru bæði að stunda það sem ilt er, og þó öllu fremur að fylgj- ast með hverri tískubylgju, sem hátfsettir menn eru við riðnir. Aðferðin sem beitt er til að drepa bannlögin hlýtur að þoka saman öllum þeim, sem vilja að vinið sé útlægt úr landinu. Þeir verða að skapa mótöldu, skapa annað almenningsálit, sem dæmir hart lögbrjótana og alt þeirra fylgd- arlið. Hver smælingi getur getur lagt sinn hlut fram í þessari baráttu. Hér er teflt um lif eða dauða. Annars vegar að losna fyrir fult og alt við vínið og hinar hættu- legu afleiðingar þess. Hinsvegar að bann- inu verði aflétt, og sleypiflóð otdrykkjunn- ar og veltist aftur með niargföldu afli yfir þjóðina.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.