Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1917, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.02.1917, Blaðsíða 1
Sfttxvjaxl 2. BLAÐ REYKJAVÍK, FEBRÚAR 1917. VIII. ÁR. Bannland eða vínland. Einn af forgöngumönnum ungmenna- félaganna á Vestfjörðum lætur þess getið í bréfi til Skinfaxa, að þar Iiafi nýlega verið haldinn almennur fundur, þar sem til- laga kom fram um að afnema bannlögin. Nokkrir menn fylgdu tillögumanni að mál- um, en ílestir voru honum andvígir. Og bannmennirnir notuðu þetta tækifæri til að snúa vörn í sókn. Þeir ákváðu að mynda með sér félagsskap til stuðnings bannlög- unum, og að reyna að komast í samvinnu við skoðanabræður sína í öðrum landsblul- um. Það mun því auðveldara, sem mjög víða á landinu er hreyfing í sömu átt og allmörg bannmannafélög stofnuð. Hins veg- ar vex mótþrói andbanninga. Stórkostleg bannlagabrot hafa nýlega komist upp í Reykjavík, bæði um botnvörpunginn „Þór“ og fleiri skip. Vinir vínsins berða um sama leyti róðurinn í blöðunuin, og vilja fá lögin afnumin, svo að þjóðin fái aftur frelsið til að drekka. Alveg fyrirsjáanlega hlýtur þessi deila að standa lengi yfir, því að þótt andbanningar séu vitanlega hlut- fallslega rnjög fáir (sbr. getuleysi þeirra við þingkosningar) þá geta þeir veitt mjög mikið viðnám. t þeirra liði eru margir helstu efnamenn landsins, sem með ýmsu móti geta notað fjármagn sitt til að auka lögbrot (sbr. skipabrennivinið). Þar eru ennfremur ekki allfáir embættismenn, sem í verki geta gert bannlögunum ógagn. Má þar tilnefna þá lækna, sem misnota embætti sitt, og selja mönnum áfengi til neyslu (sbr. dóminn yfir Halldór Georg, Vestfirðingalækni). Að síðustu má telja ýinsa menn, sem standa að sumum víð lesnustu stjórnmálablöðunum. Áhrif þeirra koma fram banninu til ógagiis, bæði í því að blöðin hylma með þögninni yfir mörg verstu lögbrotin, og halda þannig hlífiskildi yfir smyglunum og knæpueigendum, og á þann hátt að and- banningar birta þar árásargreinar á lögin. Málinu horfir þannig við, að mikill meiri hluti þjóöarinnar er banninu fylgjandi. En saint er lögunum hætta búin vegna þess, að andbanningar ráða yfir meira fé, völdum og blöðum, þótt fáir séu. Baráttan verður nú um það, á komandi árum, bvort hér á að verða bindindisland eða drykkjumannaland. Og úrslitin eru að miklu leyti komin undir unga fólkinv í landinu. Ef hin upprennandikynslóð ernautnasjúk og viljaveik, jiá er eðlilegt að hún rétti út höndina móti vínbikarnum. Slundargleðin verður þá æðsta hnossið. Seinna koma skuggahliðarnar í ljós. Vinguðinn heimtar þungbært skattgjald af hverri þjóð, fyrir þá gleði, sem hann veitir hófsmannastétt- inni. Drykkjumennirnir, vandamenn þeirra og afkomendur gjalda þann skatt. Fátækt þeirra, gæfuleysi, heilsumissir, úrkynjun og ótímabær dauði, er skattgjaldið. Við bannmenn viljum létta þessum skatti af Islendingum. Okkur virðist, hann óhæfi- lega mikið gjald fyrir þau hlunnindi, sem í boði eru. Og þegar unga kynslóðin

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.