Skinfaxi - 01.02.1917, Blaðsíða 2
10
SKINFAXI.
stendur ú vegamótunum og á að velja
milli vínlandsins og bannlandsins, þá von-
um við, að flestir þeir sem hugsa hátt
og vona djarft, vilji lieldur festa bygð
sína í bannlandinu. Mörg veglegri við-
fangsefni biða œskumannanna hér á landi
heldur en að drekka áfengi. Margir veg-
ir vænlegri til gleði og manndóms heldur
en drykkjubrautin. Reynslan sker úr
þessum málum. „Vormenn landsins" sýna
i verkinu, hvort þeir vilja fylkja sér um
fallið merki vínguðsins eða fylgja bann-
mönnum og gera ofdrykkjuna landræka
fyrir fult og alt.
Framtíð Þrastaskógar.
Eins og kunnugt er, tóku ungmennafél.
við Þrastaskógi að gjöf, með þeim skilyrð-
um, að þau ræktuðu hann eins vel og þau
framast gætu og hefðu best vit á. Félags-
skapurinn áleit að auðvelt mundi vera að
uppfylla þessi skilyrði fyr eða siðar. En
til þess þó að það geti orðið, þurfa kraft-
ar allra ungmennafjelaganna að vinna i
sameiningu. Þegar skógurinn var girtur,
var stórt spor stígið i áttina til þess að
ræktá hann. Verndun hans var trygð, en
það er undirstaðan undir ræktuninni. Tölu-
vert er búið að grisja í skóginum (ca. 20
þús. □ m.). En miklu meira þarf að gera.
Fræplöntur þarf að rækta, að svo miklu
leyti sem hægt er, og gróðursetja nýjar
trjátegundir í rjóðrin, halda áfram að
grisja kjarrið, og gefast ekki upp við það,
fyr en allur skógurinn er grisjaður, halda
girðingunni við, endurbæta hana árlega.
o. fl. o. fl. Mörg handtök þarf að gera
skóginum Þ‘l gagns, til þess að einhver
árangur sjáist. Ekkert af þessu kem-
ur af sjálfu sér. Og engum öðrum
en ungmennafjelögunum er trúað fyrir
að koma þessu í framkvæmd, og því er
treyst að þau ræki það með alúð og sam-
viskusemi. Félagsskapurinn verður að
miklu leiti metinn eftir þvi, hvernig hann
leysir af hendi þetta starf — hve vel hann
ræktar eignarjörð sína Þrastarskóg.
Því verður ekki neitað að fjelögin eiga
hér óhæga aðstöðu. Þau eru dreifð víðs-
vegar um landið, og geta því ekki brugðið
sér til Þrastaskógar, i tómstundum, til þess
að vinna í honum. Sökum þessarar fjar-
lægðar hafa þau lítið af skóginum að segja,
og því má búast við að þau geri sér litla
hugmynd um, hvernig ræktun hans muni
best borgið í framtjðinni.
Þrastaskógur liggur á takmörkum fjög-
urra þéttbygðra sveita: Grafnings, Ölvess,
Grímsness og Flóa. Akbraut frá Reykja
vík austur um Grímsnes og Biskupstung
ur liggur hjá skóginum við Sogsbruna
Þegar akbrautin er komin alla leið austur
að Geysi, verður hún með fjölförnustu
vegum landsins. Hún verður notuð af öll-
um uppsveitum Árnessýslu, og með tím-
anum má gera ráð fyrir óslítandi ferða-
mannastraum um veginn, til Geysis, að
sumrinu. Að því rekur að knýjandi nauð-
syn verður fyrir greiðasölubús við veginn.
Sjálfkjörinn staður fyrir það er hjá Sogs-
brúnni, fast við Þrastaskóg. Og alt mælir
með því að ungmennafélögin lát reisa það
hús, eigi það og hafa umráð með því að
öllu leyti
Húsið mætti reisa innan Þrastaskógar-
girðingarinnar og vanda til þess sem best,
svo að það gæti verið góður sumarbústað-
ur handa manni, sem ráðinn yiði til þess
að dvelja þar vor og sumar til að hafa á
hendi umsjón með ræktun skógarins, og
sæi um alla vinnu, hirða hann o. s.
frv. Auk þess hefði sá maður greiðasölu
á hendi, og mundi sú atvinna ein borga
sig vel að sumrinu. Þá ætti hann og
geta stundað matjurtarækt með góðum
árangri. Er nóg landrými og góður jarð-
vegur i Þrastaskógi fyrir matjurtagarða.
Umsjón með Sogsbrúnni gæti hann einnig