Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1917, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.04.1917, Blaðsíða 1
Enn um fastan starfsmann. Fjórðungs])ing Sunnlendinga er nú ný- afstaðið. Þar komu til umrœðu breyting- ar á sambandslögunum og stjórn félag- anna. Að vísu hefir samban'dsþingið úr- slitaatkvæði um þessi mál, en gert var ráð fyrir, að umræður á fjórðungsþinginu gætu skýrt málið og ílýtt fyrir framgangi þess. Ennfremur er þess að gæta, að mjög mik- ill hluti af þeim, sem setu eiga á sam- bandsþingi, voru einnig á fjórðungsþing- inu. Umræðurnar hnigu í þá ált, að æskilegt væri að gera þær einar breytingar á sam- bandslögunum nú, sem væru í beinu á- framhaldi af breytingum þeim, sem gerð- ar voru á síðasta sambandsþingi. Þannig var mælt með því, að greiða fyrir skift- ingu fjórðunganna í héraðssambönd, þar sem það væri almennur vilji. Ennfremur að sambandsstjórn gæti til bráðabirgða veilt undanþágu frú takmörkum héraðs- sambandanna, eins og þau nú eru. I þriðja lagi hallaðist fjórðungsþingið að þvi,_ að sambandið tæki sér fastan starfsmann, ef það sæi sér það kleyft. Skyldi sá maður hafa með höndum rit- stjórn blaðsins, fara nokkrar fyrirlestra- ferðir á ári, og hafa eftirlit með íþrótta- kenslu, þar sem hann næði til. I stuttu máli: Fasti starfsmaðurinn á að vera framkvæmdarstjóri félaganna. Hann á um þriggja ára skeið að vera húsbóndi á þeirra heimili. Menn finna þessari hugmynd ýmislegt til foráttu, t. d. það, að ef sami maður eigi að stýra blaðinu og vera á faralds- fæti, þá vanræki hann annaðhvort. Enn- fremur það, að fáir menn séu svo fjölhæfir, að þeir geti int af höndum svo marg- breytilegt hlutverk. I þriðja lagi að fé- lögin rísi ekki undir kostnaðinum. Eitthvað er til í öllum þessum mótbár- um, en veigamiklar eru þær ekki. Fyrst er það, að félögin mundu vitanlega ekki sameina ritstjórn, fyrirlestra og íþróttaeftir- lit, ef þau hefðu mikil f járráð. Þá mundu þau hafa sinn manninn við hvert verkið. En félögin eru fátæk og vilja samt lifa. Þau eru eins og frumbýlingurinn sem verð- ur að vera sjálfum sér nógur um flesta hluti. En í slað þess að hafa brot úr mörgum mönnum til að vinna félagsstörf- in í hjáverkum, er stefnt að því, að fé- lögin hafi einn mann, sem helgar þeim krafta sína eingöngu, meðan hann er í þeirra þjónustu. Yitanlega yrði hann mikinn hluta ársins í Rvik og mætti þá vænta þess, að hann gæti haft allmikil áhrif þar með stofnun og viðhaldi yngri deildar. Þá gæti hann unnið að blaðinu, búið sig undir fyrirlestraferðir o. s. frv. Hann þyrfti að geta farið smáferðir að heiman fyrirvaralítið, tíl fyrirlestra og eftir- lits. Oft hagar þannig til skipaferðum, að hægt væri að fara úr Rvik austur ú Hér- að, fara þar milli allra félaga í samband- inu og komast heim aftur á einum mán- uði. Enn auðveldari væru þó ferðir til þeirra sambanda, sem nær liggja höfuð-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.