Skinfaxi - 01.04.1917, Blaðsíða 8
32
SKINFAXI
ar nytsemdar, verði að reka hann í svo
stórum fstíl, að hann geti rutt sér rúm,
orðið álitlegur skerfur á heimsmarkaðnum
og fært henni beina peninga svo um muni
í aðra hönd. Fyrri séu að þessari iðjusemi
engin not, sé að eins gagnslaust kák.
Ekki skal eg neita því, að þessir menn
hafi eillhvað til síns máls. Satt er það,
gott væri að geta flutt sem mestan varn-
ing sem landiö gæti mist, þangað sem
hann væri eftirsóttur og gull kæmi í stað-
inn. — En gullið eitt sér er þó enganveg-
in það dýrmætasta eða uppbyggilegasta
framtaksafl, hvorki fyrir þessa þjóð né
aðrar.
Eilthvað skamsýnt og óheilbrigt virðist
liggja bak við slíkar skoðanir. Það er
eins og þessir menn verði endilega að
hafa einhvern gullkálf fyrir augum sér.
Þeir verða að hafa „mótaðu gull, gullið í
sinni vanalegu mynd, til þess að geta met-
ið gildi þess, og eiga kisturnar fullar af
því eins og Egill af silfrinu. Það finst
þeim hið eina nauðsynlega.
(Frh.).
Félagsmál.
TJug-m.fél. „Egill rauði“
í Norðfjarðarhreppi i Norðfirði er geng-
ið- í samband U. M. F. í. Félagið var
stofnað 1915 og telur nú 32 félagsmenn.
Formaður þess er Bjarni Jónsson á Skorra-
stað.
Bréfakvöld
hefir U. M. F. Eldborg ákveðið 12.
júní n. k. Eru félaginu kærkomin bréf
frá öllum góðum ungmennafélögum.
Sunuíeudiug'aljói’ðuug'ur.
Stjórnin var endurkosin: Steinþór Guð-
mundsson, Guðrún Björnsdóttir, Guðm.
Kr. Guðmundsson.
SKINFAXI.
Mánaðarrit U. M. F. í.
Verð: 2 krónur.
Ritstjóri: Jónas Jónsson, Skólavörðustíg 35.
Sími 418.
Afgreiðslumaður: Eyill Guttormsson.
Skólavörðuslíg 8.
Samliandsþing.
Ellefu fulltrúar voru á fjórðungsþingi
Sunnlendinga kosnir til að mæta á sam-
bandsþingi. Það voru:
Guðbrandur Magnússon,
Guðmundur Davíðsson,
Guðrún Björnsdóttir,
Ingibjörg Benediktsdóttir,
Jónas Jónsson,
Magnús Pétursson,
Páll Zóphóníasson.
Sigurður Vigfússon,
Steindór Björnsson,
Steinþór Guðmundsson,
Þorsteinn Þórarinsson.
Leugra að
er von á fulltrúum, þremur af Vest
fjörðum, fjórum að norðan, einum fyrir
Héraðsbúa og tveimur eða þremur fyrir
bæði samböndin í Skaftafellssýslu. Er von
um að sambandsþing verði vel sótt, þrátt
fyrir siglingateppuna.
Héraðsbúar
hafa hætt við íþróttamót sitt, vafalaust
eingöngu vegna dýrtíðarinnar.
BorgDrðlngar
gera ráð fyrir að hafa héraðsmót í sum-
ar. Það fórst fyrir í fyrra vegna misl-
inganna. Almenn ósk þar í héraðinu er
að svo yrði stilt til, að Klettafjallaskáldið
kæmi á þann fund. St. G. St. mun nú
von með öðrum hvorum Fossanna.
Ritstóri: Jónas Jónsson frá llriflu.
Félagsprentsmidjan