Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1917, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1917, Blaðsíða 7
SKINFAXI 31 og ])að bara vegna sérstakra atvika. — Hvað mataræði viðvikur, er liest að hver borði þann mat, sem hér er völ. á, þó ættu menn að minka kjötskamtinn sem mest, en neyta í þess stað meira af fisk- meti og jurtafæðu. Af grautum mun hafragrauturinn vera sá hollasti. — Harð- fiskur er afbragð fyrir tennurnar. Eigi skal byrja að æfa sig fyr en l1/^—2 klst. eftir borðun, og neyta eigi matar aftur fyr en að minsta kosti J/2 klst. eftir æf- ingu eða aílraun. Ef kostur er ættu leik- menn að fá volgt bað eftir hverja æfingu, og kalt steypibað á eftir; fyrirbyggir það að mestu allan stirðleika og sinadrátt. — Standið aldrei lengi i köldu baði hreyfing- arlausir. — Strokuæfingar J. P. Miillers („Mín aðferð“) ættu allir að temja sér. — Hefir það gefist ágætlega þeim sem reynt hafa. — Hafa skal dómara á hverri æf- ingu, það eflir bæði reglusemi og hlýðni, og eigi er vanþörf á því, eins og allir vita. — Andið altaf djúpt og reglulega meðan á æfingunni stendur. Grípið eigi andann á lofti, hefir það bara ilt í för með sér, t. d. taugaóstyrk og þ. h. — í logni njóta spyrnurnar sín best; þess vegna er best að Ieikurinn fari fram í logni og góðviðri, bæði vegna leiksins og áhorfenda. — Sem allra min.st ættu menn að æfa í rigningu eða kalsaveðri, því þá njóta menn sín síður. Og umfram alla hluti látið liggja vel á ykkur, hæði við æfingar og kappraunir. Heimilisíðnaðaruámskeið. Síðastliðinn vetur veitti fjórðungsþing styrk (að upphæð 75 kr.) til heimilisiðnað- arnámskeiðs á Ísaíirði, gegn því að ung- mennafélag ísfirðinga legði jafnmikið fram og sæi um að halda námskeiðinu uppi. Nú i vetur var þetta námskeið á ísa- firði og er það, að því er eg veit til, fyrsta námskeiðið sem ungmennafélögin stofna til í þessari grein. Þætti mér því við eiga, að Skinfaxi geti þess með nokkr- um orðum. Má vera að það dragi hugi fleiri manna að þessu efni. Námskeiðið byrjaði 6. nóvember og ena- aði 18. desember. Þátttakendur voru 46 manns, 17 kvenmenn og 29 karlmenn og, unnu alls 242 muni. Yngst voru 2 börn, 7 og 8 ára. Mestur hluti nemendanna var á aldrinum 14 til 20 ára, einnig nokkr- ir bæði eldri og yngri. Kenslugreinarnar. voru ; burstagerð, teikning, útsaumur (sér- stök tegund, ,,Tenerif“), útsögun og ein- faldur útskurður. Burstagerðinni tóku 20 manns þált í, 15 stúlkur og 5 piltar, og unnu alls 85 muni. Teikningunni tóku þált í 2 stúlk- ur og 8 piltar og gerðu alls 23 teikning- ar. Saumum tóku þált í 12 stúlkur og saumuðu alls 36 muni. Og smíðununr lóku 40 þátt í, 14 stúlkur og 26 piltar og unnu alls 98 muni. Tilsögn í burstagerð og teikningu veilti ungfr. Guðrún Vigfúsdóttir frá Tungu i Önundarfirði. Ætlast var til að hún kendi einnig að bregða körfur, en efnið til þeirra fekst ekki. Sauminn kendi ungfrú Þóra J. Einarson (form. U. M. F. ísfirðinga), forstöðukona sjúkrahússins á ísafirði — Og að „tálga“ sagði eg til. Bæjarstjórn ísafjarðarkaupstaðar lánaði bæjarþinghúsið til kenslunnar með ljósi og hita ókeypis, og á hún þakkir skilið. Sjálfur verð eg að segja að mér þótli námsskeið þetta ganga eftir bestu vonum, en að öðru leyti heyrir mér ekki til að dæma þar frekar um. Skiftar munu að vísu skoðanir manna hér á landi vera um nytsemi þannig lag- aðra námskeiða og allrar slíkrar kenslu, og um þetta málefni yfir höfuð. Sumir menn virðast líta svo á, að eigi heimilis- iðnaðurinn að verða þjóðinni til nokkurr-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.