Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1917, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.07.1917, Blaðsíða 7
SKINFAXI 55 Hér em nijög góð íþróttamannna-efni — ekki aíst knaltspyrnumenn. — Sýnist þá fielst vanta leiðbeiningar og leikvelli til þess þeir njóti sin. Með leikvellina er nú heldur að rakna úr aftur en minna um íþrótíabœkur — kenslubækur í íþróttum -- en á þeim er einna mest þörf hér á okkar strjálbygða landi. Þó skulum við vona að I. S. í. takist að bæla úr því smám saman. íþróltasamhand íslands (heimilisfang Reykjavík, Pósthólf nr. 174) hefir nú þeg- ar geíið út fjórar bækur um íþróttir — og íþróttareglur. — Yil eg skora á alla íþróltamenn og íþróttavini að fá sér þess- ar bækur og styðja með ]>ví þarft málefni. Og ennfremur vil eg alvarlega skora á öll íélög, sem hafa íþróttir á stefnuskrá sinni að ganga í í. S. I. svo að sömu íþróttareglum verði fylgt um alt Iand, og svo að allir standi jafnt að vígi, með að færa sér þær í nyt. I hverju íþróttafélagi ætti að vera bóka- safn, þar sem meðlimirnir gætu fengið lánaðar íþróttabækur (um þá íþrótt sem þeir stunda). Eg býst ekki við að hafa bent á neitt nýlt um knattspyruu — ylir höfuð — en þó veit eg að þetta skrif niitt hefir komið að gagni þeim, er ekki hafa átt kost á að lesa neitt annað um þetta efni. Hefði aðeins verið hægt að hafa nokkur myndamót af knultspyrnuleik þá hefði það skýrt betur það sem eg vildi hafa sagt um knaltspyrnu. Samt er eg að vona að mér hafi þó tekist að benda á verstu gallana. En mestan þált átti þó ritstjóri blaðsins í þvi að þetta skrif mitt er nú orðið svo langt. Skil eg það svo að hann vilji með áhuga sínum fyrir i- þróttum vekja menn til alvarlegrar um- hugsunar um gagnsemi og nytsemd íþrótta „Sá sem siðastur er í kapphlaupinu hef- er eins gott af kapprauninni (íþróttinni) eins og sá sem fyrstur er“. Yæri vert að sem flestir hefðu þetta hugfast. Styðjið hver annan ‘góðir íslendingar og „samstillið lífskraftana". Fjárhagur Skinfaxa. Fyrir þrem árum síðan var fjárhagur blaðsins mjög erfiður. Skuldir voru mikl- ar útistandandi, og kaupbætir sá, sem fylgja átti blaðinu varð því lil byrði en ekki til gróða. Að vísu viðurkendu menn al- ment að Þjóðfélagsfræðin væri mjög nýti- leg bók og sóttust eftir að fá hana með blaðinu. En útgáfan var dýr og tiltölu- lega lítið seldist í skólana og í lausasölu yfirleitt. Síðan hefir tjárhagurinn farið batnandi, þ. e. a. s. útistandandi skuldir minkað og reikningsskilin komist í betra horf. Hins- vegar hefir síhækkandi prentun og ]>appír gert útgáfu blaðsins dýrari með hverju missiri sem leið. Ef eigi hefði verið fram- för með fjárskilin, niyndi Skinfaxi eigi hafa þolað þá raun. Samt sem áður er enn talsvert útistand- andi af skuldum. Og þó að eigi þurfi að efast um að margir greiði andvirði blaðs- ins nú í vor og sumar, þá mun því mið* ur eitthvað töluvert verða eftir af gömlu skuldunum. En þær þurfa að hverfa með öllu, og aðrar nýjar mega ekki myndast. Sambandsstjórninni hefir komið til hug* ar að gera innan skams nokkra breytingu á innheimtunni nl. að fá einstaka félags* menn, einkum formenn félagn, stjórnir héraðssambanda, og aðra áhugasama fé- lagsmenn út um land til að innheimta fyrir blaðið, þar sem þeir ná til og létta þannig undir með afgreiðslumanni blaðs- ins i Rvík, sem getur ómögulega náð per^ sónulega nema til fárra munna utan höf* uðstaðarins. Þess er vænt að flestir af þessum að* stoðarmönnum leggi á sig þetta ómak fyr*

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.