Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1917, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.07.1917, Blaðsíða 1
Sambandsþingið. Ungmennafélögin hafa nú lialdið fimfa aðalfund sinn. Aðsóknin var tiltölulega mikil, einkum þegar þess er gætt, hve skipaferðir eru nú óhentugar. Sambandið hefir á umliðnum þrem árum drjúgum fært út kvíarnar, stækkað alt að því um þriðjung bæði að tölu félaga og félagsmanna. Hafa þó styrjaldarvandræðin á fjölmargan hátt dregið úr framkvæmdunum. Fyrir þrem árum var lögunum breytt talsvert. Félagsmönnum var gert kleyft að minka smásamböndin (fjórðungana) ef þeir álitu það heppilegra. Jafnframt var verksvið og vald sambandsstjórnar aukið. Þó var töluverð mótstaða gegn þessum breytingum, og varð það til þess að hið nýja fyrirkomulag var ekki glögg- lega ákveðið, sem æskilegt hefði verið. Vegna formgalla á Iögunum hafa t. d. JBorg- firðingar og Mýramenn ekki getað skilið sig úr Sunnlendingafjórðungi, þó að mik- ill meiri hluti félagsmanna hafi óskað breytingar. Hið nýafstaðna sambandsþing gerði að- eins smábreytingar á lögunum, eins og sjá má af þinggerðinni, sem birst hefir hér i biaðinu. Menn komu sér saman um að gera engar breylingar, nema þær sem svo að segja voru óhjákvæmilegar vegna hinnar undangengnu aðalbreytinga. Sambandslögin verða því ekki gefm út að nýju fyrst um sinn. Gilda með þeim breytingum, sem hin prentaða þinggerð ber með sér. Sambandsþingið viðurkendi hinsvegar, að innan skams myndi félagsskapurinn verða kominn i svo fastar skorður, að ástæða væri til að koma Iögunum í veru- lega varanlegt form. Vegna þess setti sambandsþingið nefnd til að starfa milli sambandþinga að því að koma formi sam- bandslaganna í horf, sem teljast mætti viðunanlegt til langframa. Aðeins var tekið frarn, sem líka er því nær einróma álil í U. M F. í., að við stefnuskránni skuli ekki hreyfa. Jafnframt þessu var skorað á héraðssamböndin, að setja nefnd- ir til að athuga lögin, fyrir hvert smá- samband. Er gert ráð fyrir að héraðs- samböndin hafi mjög óbundnar hendur um sína lagagerð. Aðeins verður skipu- lag þeirra að byggjast á og vera í sam- ræmi við anda og form skuldbindingar U. M. F. í. Sú stefna, sem nú hefir verið sagt frá mótaði alla vinnu sambandsþingsins. Full- trúarnir voru þess vissir, að félögin myndu halda áfram að eflast og stækka eins og að undanförnu, en þeir vildu að framför- in og breytingarnar yrðu í beinu áfram- haldi af því, sem á undan er gengið, og bygð á fenginni reynslu. Samt má ekki útiloka nýjar lífvænlegar hugsjónir og nýja starfskrafta. „Gamla" fólkið sem hingað til hefur borið hitann og þungann af erfið- inu við félagsstarfið, týnir nú smátt og smátt tölunni, en hin upprennandi æska

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.