Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1917, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.07.1917, Blaðsíða 2
50 SKINFAXI. fyllir í skörðin og meir en þab. Á þvi byggist framförin. Hin nýkosna sambandsstjórn er ljóst dæmi um þessa stefnu. Þar eru tveir gamlir riienn, og einn liltölulega ungur. Gert er ráð fyrir því aS hinn yngsti í stjórn- inni verði mest starfandi, vinni mikið að blaðinu, fari fyrirlestraferðir, og ferðist til eftirlits iþróttastarfsemi félaganna, eftir því sem honum vinst tírni til. Þess er vænst að slíkar ferðir eins úr sambandsstjórninni verði sambandinu til eflingar, auki skiln- ing og traust félagsmanna á stefnunni og starfinu. Takist það, þarf ekki að kvíða því, að U. M. F. hreyfingin falli í valinn með stofnendunum. Unga og uppvaxandi kynslóðin hefir þá hlaupið í skörðin, og styrkt fylkinguna, þar sem hættan var mest. Á Jaðri. Eg horfi um móa og mýrar og mér sýnist bygðin ljót. Hjá bæjunum grænir blettir en bithaginn, — lyng og grjót. Á milli fjalls og fjöru, ei finnur augað neitt, sem huganum hærra bendi, er höndin verður þreytt. — En þegar sólin sígur í svalan vesturál, og tendrar um himininn hálfan sitt heillandi rökkurbál, — þá finn eg i brjósti mér bifast, sem brostinn hörpustreng, minning um léttfættan Jítinn og lundglaðan smaladreng. 8. janúar 1917 Arni Óreiða. Frá Vestfjörðum. Þess hefir stundum verið óskað, að „Skinfaxi“ flytti smá fréttapistla um störf ungmennafélaga í hinurii ýmsu héruðum landsins; virðist jafnvel of lítið gert að því að kynna félögin' h,vort öðru, en til- tækilegasta leiðin til þess er sú, að félög- in láti sambandsblað sitt flytja fréttir úr heimahögunum við og við. Þar sem eg réðist til fyrirlestraferða s. I. vetur, fyrir Veslfirðingafjórðung og gafst þannig tækifæri til að kynnast flestum ungmennafélögunum, sem starfa á fjórð- ungssvæðinu, dettur mér i hug að skýra frá (félagsstarfinu hér vestra, — í stórum dráttum. Ferðasaga getur það ekki orðið; yrði of langt mál. Álls hafa 7 sambandsfélög starfab á fjórðungssvæðinu að undanförnu, en í vet- ur var eitt þeirra, „IT. M. F. Onundar- fjarðar" að skiftast í 4 sérstæð félög, sem eru nú þegar komin í fjórðungssambandið (veit ekki vel um eilt þeirra); eru sam- bandsfélög þannig 10 hér vestra. Eg heimsótti 6 af sambandsfél. (U. M. F. Önundarfj. var þá að skifta sér) og hélt alls 22 fyrirlestra. Efni fyrirleslranna var: Framsóknarvegur, Framfaramenn, Hug- sjónalíf og félagsskapur og Ungmennafél. og stefnuskrá þeirra. Fyrst heimsótli eg félögin í Arnarfirði. Þar starfa 2 ungmennafél. sunnantil við fjörðinn og heita: „Örn“ að Bildudal og „Skjöldur" út í Dölunum. — Formaður Bíldudalsfél. er: Svafa Þórleifsdóttir kenn- ari. Stofnaði hún fél. og hefir verið for- maður þess síðan. Er hún mjög ötul og áhugasöm. Á Bíldudal ílutti eg 3 fyrirlestra; fékk fél. kirkjuna leigða til fyrirlestrahaldsins; hefir fél. að undanförnu haft skólahús kaupstaðarins lil afnota, en sökumstrang- ari ákvæðis af hálfu heilbrigðislöggjafar- iunar hefir félagið ekki fengið húsið í vet»

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.