Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1917, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.12.1917, Blaðsíða 4
92 SKINFAXI allega á þeim tveim atriðum: að í göngu er annar fóturinn alt af d jörðunm, en í hlaupi kemur alt af fyrir eitt augna- blik í hverju skreíi, sem maðurinn er al- veg í lausu lofti, og að kné aftari fótar á að vera beint, þegatr niður er stigið. Þessi tvö atriÖi eru óhjákvæmileg, og í raun réttri undirstaðan undir hreinu og réttu göngulagi, Eg held að í Jressu sem jiegar er sagt, hafi eg tekið fram öll aðalatriði kappgöngu- lagsins, svo að þeir, sem fylgst hafa með því, geti — með góðum vilja og œfingu — náð því nokkurn veginn réttu. Þegar æft er undir leikmót, fer æfingin að öðru leyti mikið eftir því, hve löng feajPjpgang- an er. Só hún löng, verður maður að æfa sig á löngum göngum, einnig má æfa sig á hlaupum, en sé hún að eins stuttur spreltur, er aðallega reynl að ná hraða, auðvitað með hlutfallslegu þoli. Ekki er samt ráðlegt að binda sig eingöngu við þá vegalengd, sem kept verður á, heldur ýmist styttri eða lengri spretti. Fer það eftir hverjum einstökum. Þeir sem hafa hraða, en vantar þol, þurfa að æfa mikið lengri sprettina, en þeir sem hafa þetta í öfugum hlutföllum, æíi meira þá slyttri. Tímann ættu menn ekki að hugsa um fyrslu 2 mánuðina. En þegar í’arið er að „taka“ hann, er nóg að gera það á viku lil hálfsmánaðar fresti. Hér á landi hafa einstöku menn æft dálitið „hæl- og tá-göngu“. Þó að eins fáir, og oft íremur lítið. Enda hefir mönn- um ekki gefist tækifæri til að Jireyta kapp- göngu oftar en þrisvar sinnum undanfar- in 10—12 ár á öllu landinu (á 1 leikmóti á Akureyri og 2 í Reykjavík. I fyrra skiftið (1000 metrar á beinni braut), var víst enginn tími tekinn, vegna þess að allir þátttakendurnir „hlupu upp“, en í það síðara (804 m. á hringbraut) þreyttu 3 menn; 2 af þeim höfðu æft kappgöngu- lagið, en einn ekki, var samt vanur fjall- göngum og fræknleikamaður. Þeir fyr- nefndu komust strax langt á undan og hinn gafst upp. í þetta sinn var tími „tek- inn“ og fljótasti maður 4 mín. 16 sek. Á Akureyri var gangan þreytt yfir 402 m. spöl, en snúið við einu sinni, sem auð- vitað kostaði töf, fyrsfi maður var 1 mín. 40,6 sek. — Eg veit ekki til þess, að hér á landi hafi tími verið „tekinn“ með næg- um vitnum, oftar en í þessi tvö skifti, á ofannefndum vegalengdum. Til gamans set eg hér heimsmet á nokkr- um algeng(n)ustu vegalengdum: 402 m. 1 mín. 22,2 sek., 804 m. 2 mín. 59 sek., 5 km. 21 min. 46,6 sek., 10 km. 45 mín. 43,5 sek., 20 km. 1 st. 39 mín. 25 sek., 50 km. 4 st. 54 mín. 58 sek,, 100 km. 10 st. 39 mín. 21 sek. — Hér á landi er oft sagt, að þessi og þessi maður hafi „gengið“ einhverja vegalengd á þessum og þessum tíma, en sannleikurinn er oftast sá, að meira eða minna af vegalengdinni hefir verið hlaupið. — Aftur á móti myndi ekkert af þessum metum hafa verið tekið gilt, ef ekki væri full trygging fyrir al- gerlega hreinu göngulagi. Bognum knjám, og þvi, ef hvorugur fótur er á jörðu, er sérstaklega veitt eftirtekt af dómendum. Við þriðju áminningu fyrir óhreinan gang er ke]»pandi úr leik. Flesl met upp að 20 km. eru sett á hringbraut, svo að dómendurnir hafa getað l'ylgst með svo að segja hverju skrefi keppenda. Ó. S. Orðsending. Öll erindi um ritstjórn og afgreiðslu hlaðsins eru menn vinsamlega beðnir að senda Jóni Kjartanssyni Kennaraskól- anum.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.