Skinfaxi - 01.12.1917, Blaðsíða 6
94
SKINFAXÍ
U. M. F. Vorblóm. Hefir lagt 127 m.langan
veg. Tóbaksbindindisfélag stofnaö me'S
27 félögum og lestrarfélag meö 21 fél.
---- íslendingur. Kom upp 1000 metra
langri giröingu um blett, er félaginu var
gefinn.
---- Hvöt. Ileyvinnu unnu 16 félagsmenn
einn dag hjá bónda, sem veikindi voru
hjá. Endurbætt girðing kringum skóg-
ræktarblett félagsins.
---- Hrunamanna. Hálfan dag unnu 9
menn aö grjóttöku í fyrirhugaö sumar-
skýli félagsins.
---- Gnúpa-BárÖur. Lagöur lestfær vegur
yfir hraun, 2 km. langur.
----Meðallendinga. Hlutavelta haldin. Fé-
lagsmenn gáfu 12 bindí, 20 kr. viröi,
bókasafninu „Sigyn“, eign stúkunnar
„Sigyn“ Nr. 124.
---- Skjaldborg. Kom upp girðing kring-
um matjurtareit.
----: Biskupstungna. Hándavinnusýning
fél., 25, unnu aö heyvinnu sunnudags-
nótt hjá heilsulitlum einyrkja.
----Máni. Sjónleikir æföir og sýndir.
---- FramtíÖin, A.-Skaftaf.s. Unniö 17
dagsverk aö vörslu Bæjarstaöaskógar.
---- örn, Bíldudal. Söngæfingar tvisvar
í viku i 3 mán. Tvisvar sungið opinber-
lega. Kvöldskóli haldinn fyrir unglinga
innan félags. Tveggja stunda kensla á
dag, nemendur iS. Námsgreinar: ís-
ienska, danska, enska og reikningur.
---- Baldur, Árness. Skemtiför til Þrasta-
skógar. Tvær skemtisamkomur á vetr-
inum.
Ritsljóri: Jónas Jónsson frá Hriflu.
Lýðháskólamál.
Einingar, tugir, liundruð, Jvúsumlir
íhúa lamlsins
eiga hverir um sig sín áhugamál. Flest
renna þau sömu götuna, beinast að sama
marki og þá rekast þau á oft og illa.
Óeðlilegt virðist ]»að, en orsökin er ein-
föld. Samstærðirnar eru st og æ í kapp-
hlaupi um hagalagða hamingjunnar. í
þeim eltingarleik vill madur bægja manni
frá, þegar báðir eru komnir að þeim lagð-
inum er mest ber á og næstur er. Þá
gerast olnbogaskot. ítrekun þeirra veldur
missætti. Heimilin keppa hvert við annað,
ýta hvert af sér, draga hvert sinn taum,
úr því verður kritur.
Sveitirnar toga hver sinn skækil og
slíta skækla hver af annari, er þær hafa
orku til, ala ríg. Þjóðin á enga samstærð
í landinu og ætti því eigi að hafa orsök
til að lenda í sömu ógöngurnar- En ef
þess er gætt, að hún er margfald hinna
minni stærða: manna, heimila, sveitar-
félaga, þá sést að hún er seld undir sömu
syndina.
Sundrung þeirra sundrar henni, sam-
lyndi þeirra sameinar hana.
Þessi hvimleiði eitingaleikur um hnoss
og hamiugju fyrir „sig og sina“, gerir
marga óþarfa lykkju á leið framfaranna.
Og afleiðingarnar: olnbogaskotin, kritur
og rígur ruglar margan andlegan áttavita
og fyrir þá sök hröklast mörg góð hug-
sjón í strand áður en hún kemst í fram-
kvæmd.
Með þetta á vitorði tek jeg pennann til
þess að skrifa nokkur orð um
Lýðliáskóla.
Uf.! Það er eins og jeg ætli mjer að
fara að vekja upp draug. Lýðháskólamál-
ið! Þetta hræ, sem margir nýtustu sam-
stærðarmenn mínir á Suðurlandsundir-
lendinu hafa jarðað fyrir skömmu.
Félagsprentsmiðjan