Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1918, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.01.1918, Blaðsíða 2
2 SKINFAXI Mein er félagi þessu, að það hefir engan fastan fundarstað, og óskandi að það geti sem fyrst náð þeirri hylli hjá ráðandi mönnum hreppsins, að þinghúsið verði þeim opinn fundarstaður. U. M. F. „Unnur djúpúðga1' í Hvamms- sveit er stofnað 19U9. Formaður þess er Sigmundur Þorgilsson í Knararhöfn. Fé- lagar milli 20 og 30. Þó að stundum hafi verið deyfð og drungi yfir félagi þessu, liefir þar þó síðustu árin verið talsverður áhugi. Það hefir myndarlegan trjáreit, sem það leggur allmikla stund á að rækta, enda hefir það nokkra góða áhugamenn þó að mikiÖ vanti til, að það hafi náð nægilegum tökum á hugum fjöldans. Samt hefir félagið ókeypis aðgang að þinghúsi hreppsins til fundarhalda og skemtana. Oftast hefir það haft eina almenna skemt- un á hverjum vetri, og þá oft verið sýnd- ir einhverjir sjónleikir. U. M. F. „Ólafur pá“ í Laxárdalnum er álíka gamalt og „Unnur“. Talsvert hefir verið dauft yfir félagi þessu. Síðast- liðið sumar hélt það þó opinbera sam- komu í Hjarðarholti. Það hefir haft þann agnúa á lögum sínum, að enginn yfir 25 ára hefir átt kost á að ganga í félagið, og mun sú þröngsýni hafa orðið því til mikils skaða. Er nú í ráði að það breyti lögum sínum, og starfi kappsamlega á nýjum grundvelli. Á ferðum mínum meðal félaganna hvatti eg mjög til að stofna héraðssam- band fyrir Dalasýslu og nágrenni hennar. Undirbjó svo sameiginlegan fund til þess að ræða málið, og var hann haldinn að Sauðhúsum 11. des. sl. Á honum mættu alls 10 fulltrúar frá þessum fjórum félög- um. Sú var eindregin ósk allra fundar- manna, að sem fyrst yrði stofnað sam- band milli félaganna, og þeim félögum sem næst liggja boðið að vera með í stofnuninni. Frumvarp til laga fyrir sam- bandið var samið á fundinuni og sniðið í samræmi við U. M. F. í. Var það sent öllum félögunum lil samþykkis. Bráða- birgðastjórn var kosin til að koma máli þessu á framfæri, undirbúa héraðsþing o. fl. Utlitið er hið æskilegasta. Innan skamms verður sambandið stofnað, og um leið verður fenginn sá uppörfunarkraflur, sem i framtíðinni mun lyfta og útbreiða ung- mennafélagsskapinn í Dalasýslu og ná- grenni hennar. Jón A. Guðmundsson. Stríð. Sjá blikandi vigroða verpur á láð, hann vakir í heiðblámans sæ og bárurnar faldar, en friður og náð sig fela í sérhverjum bæ. Með gráthreimi andvarinn andar á land; og yrðir á viðkvæma sál; — er blævakin hafaldan suðar við sand hún syngur uni styrjaldarbál. Og vorboðinn floginn af fjarlægri strönd á fluginu kvakar um stríð: „Eg sá hvar um algróin Evrópulönd „lék eldur frá heiðinni tið. „Mér fanst sem að dvínaði mátturinn mér„ „eg man það, og hræðist þaðýenn. „Því þjótandi blýkúlur eldurinn er „en eldsneytið lifandi menn“. Og hver sem að fregnmæli flytur um haf við fargestinn samhljómi nær að blóðugt sé friðarins fannhvíta traf og fallinn sé kærleikans bær.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.