Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.01.1918, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.01.1918, Blaðsíða 3
SKINFAXI 3 Því hneíinn er kóugur og herstjóri sá, sem herjar og ríkir uin láð. Og stríð er á landi og stríð er um lá <og stríðför um loí'lið er háð. En æðandi hamstola hermannafjöld fer hrópandi: „Gull eða blóð!“ — „Þið látið hér annaðhvort líf eða völd og löndin og gullfvltan sjóð“. Og blikandi drápsvopni miðar hver mund, <er mætist hin andvíga þröng; en hátt yfir blóðstokknu, grátsvala grund ber gunnfána reyklituð stöng. Þar kveða við eggjana, heitinga-hróp sem herða á blóðugri för og blandastvið neýðþrungin andvörp og óp, er óma frá deyjanda vör. Og skotbljóðin gjalla sem skruggur um storð svo skelfur hvert forngrýtisbjarg; þau kveða þar óðinn um eiðrof og morð, við eyðandi, brennandi varg. En bak við ’inn vígreiða herjandi her >er harmanna ríki þó stærst, svo skelfandi hávært sem skothljóðið er, er skerandi grátópið hæst, sem hljómar frá særðum og syrgjandi lýð, — hve sárt var að slíta þau hönd, — er ástvininn dró út í dauða og strið "’in dreyrstokkna löggjafa hönd. * * * 'Mér ægja þeir harmar, mér ægja þau tár. Eg undrast þá hai-ðneskjulund. — Þú barst ekki mannheimur sollnari sár frá sögunnar upprunastund. Því mennirnir tigna hin gullbornu goð og glíma um metorð og völd. En hvar er nú kirkjan með kærleikansboð? Og hvar ertu menningaröld ? Ó, sýndu ei drottinn þá svíðandi und, er svellur nú jarðneskri drótt, en snertu oss líknandi, læknandi mund og lýstu þá hríðdimmu nótt. Vér hræðumst að lita þau heiftanna verk — öll harmanna — benjanna tár. Vér fögnum er röddin þin rómþýð og sterk fær rómað oss friðheilagt ár. — Og sá kemur dagur og sú kemur tíð að sefast hin blóðþyrstu lið og röddin sem háværast heimtaði „stríð“ hún hrópar þá grátandi um „frið“. Og friðarins, kærleikans, sannleikans sól mun signa hin hræstráðu lönd, og einingin sitja á öndvegisstól með alþjóða stjórnvöl í hönd. * * * En saurgað og blóðugt er sögunnar spjald. Þú samtíðar — framtíðar smán’! Hve þungbært er nútið að greiða það gjald. Ó! — griðlausa friðníðings rán! Þótt framtíðin brjóti hin banvænu stál og blessi hvert jafnaðarorð, þá lifir þó sögnin um bölvun og bál — i — hið blóðuga friðarins morð. 1917 , ’ Borgfirðingur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.