Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1918, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.03.1918, Blaðsíða 6
n SKINFAXI stund, sem félagsstjórn keppenda eöa stjórn í. S. í. kveöur á um, eöa á almennu leik- móti. Ber þá aö taka fram um leiö og’ leikmótiö er auglýst, aö kept sé um afreks- merkiö. Tveir eftirlitsmenn, er stjórn í. S. I. tekur gilda, skulu ætí'ð vera viðstaddir. Að öðru leyti gilda sömu ákvæði og um íslenskt met (sbr. 4. til 8. gr. í ákvæðum um met íslenskra áhugamanna). Nú úrskurðar stjórn í. S. í. að afreks- merkið sé unnið, skal ]rá senda merkið ])ví félagi, sem hlut á að máli, gegn póstkröfu. Sá, sem vinnur æðra merki, missir rétt sinn lil ])ess að bera lægra merki, sem hann kann að hafa unnið, Kappraunirnar eru þessar:* I. f 1 o k k u r. a) íslensk glima. Keppandi skal sýna að hann sé æfður í íslenskri glímu, og kunni öll glimubrögð og varnir, sem lýst er í Glímubók í. S. I. II. f 1 o k k u r. a) 200 stiku sund í einni lotu. III. f 1 0 k k u r. a) Hástökk lágmark 1,35 stika. b) Langstökk lágmark 4,75 stika. c) Stangarstökk lágmark 2,20 stika. d) Hlaup 100 stikur hámark 13^/5 sek. e) Hlaup 400 stikur hámark 66 sek. f) Hlaup 1500 stikur hámark 5 m'm.20 sek. VI. f 1 o k k u r. a) Kringlukast (samanlagt kast hægri og vinstri handar) lágmark 36 stikur. b) Spjótkast (samanlagt kast hægri og vinstri) lágmark 40 stikur. * Við kappraunir þessar skal farið eftir reglum og ákvæðum I. S. í. c) Kúluvarp (samanlagt kast hægri og vinstri) lágmark 14 stikur. d) Lyftingar fjórar raunir, lágmark a) þyngri flokkur 225 tvípund, b) léttari flokkur 200 tvípund. V. f 1 o k k u r. (Þrekraunir.) a) Sund 1000 stikur hámark 30 minútur. b) Ganga (á þjóðvegi eða hringbraut) 50 rastir hámark 7^2 klukkustund. c) Hlaup to rastir hámark 50 mínútur. d) Skautahlauþ 10 rastir hámark 28 mín- útur. e) Skíðahlaup (ganga) 20 rastir hámark 2 klukkustundir 25 mínútur. f) Hjólreið(ar) (á þjóðvegi eða hring- braut) 20 rastir hámark 55 mínútur. g) Hluttaka í úrslita kappleik á knatt- spyrnumóti fyrir alt land. Þessi ákvæði um afreksmerki ‘í. S. í.. ganga í gildi eftir nánari auglýsing í]>rótta- sambands íslands. Ofanskráð ákvæði eru tekin úr siðustu bók í. S. I. Er vonandi að þau hvetji menn til þess aö iðka íþróttir að staðaldri, ýti undir menn og haldi við áhuganum. Hver, sem eitthvað hefir fengist við íþróttir, ætti að geta hlotið fyrsta merkið. Síðan hækkar hann sig sig af stigi með meiri tamning og þrautséigju. Sennilega má þvi telja afreks- merkja-ákvæði I. S. I. með því merkasta sem fram hefir komið hér í íþróttamálum. í. S. í. hefir nú starfað í 6 ár. Sambands- félög þess eru 61. Á þessum tíma hefir ])að gefið út 5 íþróttabækur: 1. Lög og leik- reglur, 2. Knattspyrnubók, 3. Glímubók, 4. Almennar reglur í. S. í. um knattspyrnu- mót og 5. Heragabálk Skáta. Afreksmerki í. S. í. Stefna ]>ess er að koma öllum félögum, er iþróttir hafa á stefnuskrá sinni, undir eina stjórn. Þurfa þau engan skatt að greiða, en senda ársskýrslu unt starf sitt og hlíta lögum og reglum sambandsins.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.