Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1919, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.05.1919, Blaðsíða 2
34 SKINFAXI ungmennafélaganna, enda er það þýð- ingarmesta atriði stefnuskrárinnar, og einmitt þaö eiga félögin hægasí með aS uppfylla, þó fyrir þau sem aSra verSi jafnan „ógurleg' andans IciS upp á sig- urhæSir.“ Af öllu því, sem fyrir liggur aS um- bæta, ríSur íslandi mest á alþýðument- uninni, því aS hún verður að vera það bjarg, sem allar aðrar framfarir eiga að grundvallast á. ]?að eru straumhvörf allmikil á mentamálasviði landsins um þetta leyti, sem ungir menn geta ekki leitt hjá sér, því að þeir eru bæði vit- andi og óvitandi þátttakendur í þeim. Sjálfsmentun eða heimilismcntun hefir til skams tíma verið svo að segja eina alþýðumentunin; er henni lof sungið að verðleikum, því marga kosti hafði hún, og „hollur er heimafenginn baggi,“ en tímarnir og kröfurnar breytast nú, svo að ekki verður við ráðið, og hættir þá mörgum við að gera lítið úr því nýja, sem kemur i stað þess gamla og úrelta. Alþýðuskólamentunin er í bernsku enn þá hér á landi; er enn að hrjóta isinn og virðist eiga langt i land meS að ná föstu skipulagi. Hér er ekki rúm til að rita um barnafræðslumál. Skal að eins geta þess, scm gamall maður bað mig eitt sinn að skila til ungmennafélag- anna. það var eitthvaS á þessa leið: Ungmennafélögin fengu ekki að reyna sig á þegnskylduvinnunni og fórna þar með kröftum sínum fyrir land og lýð, nú ættu þau að rækja andlega þegn- skyldu í því, að hjálpa börnunum á heimilunum við undirbúnng þcirra undir skólaveruna, sem svo víða er á- bótavant, og einnig leiðbeina eldri börn_ um þar sem skólavist er af skornum skamti, eins og víða cr enn til sveita. Væri þeim stundum vel varið. pað er þó einkum ungmennafræðslan, eða hin æðri lýSmentun, sem ungmennafélögin ættu að gera að áhugamálum sínum, með liverskonar fyrirkomulagi, er hentast þætti. Verið er nú að benda á ýmsar leiðir er vænlegar þykja, svo sem þýðingar góðra útlendra bóka, er alþýðu væri gefinn kostur á með að- gengilegu verði, stofnunum lestrafélaga, bókasafna með lestrarstofum þar sem svo hagaði til að því yrði við komið o. s. frv. Alt þctta' er gott og sjálfsagt að því sé gaumur gefinn og eitthvað lagt í söl- urnar fyrir það, því að varla er vafi á því, að það myndi auka viðsýni manna og þroska. En sannfæring mín er, að aldrei geti það koniiö i s t a ð skóla og skólanáms; þá væri gildi hins „lif- andi orðs“ litið og annara áhrifa, er skólaveran getur veitt fram yfir bæk- ur, og einmitt í skólunum geta ungir menn fengið leiðbeiningu i þvi að not- færa sér bækur og velja bækur til notkunar er gagnlegar væru. Sjálfs- mentun verður líka að eiga sér stað í skólunum því enginn skóli getur ment- að þann nemanda sem ekki vill það sjálfur, það yrði líkt og þegar Baklca- hræður tóku að bera ljósið í liúsið í húfum sínum. Sjálfsmentun og sjálfs- uppeldi verður því að vera meginmátt- ur í uppeldi og fræðslu allra, einkum þroskaðri nemenda, hvar sem er, og hvernig sem námi er háttað og getur því sjálfsmentun ekki verið gagnstæð skólamentun. — ]?ótt nægilegt góðra bóka væri á boðstólum þykist eg vita, af reynslu, að a 11 u r fjöldinn myndi ekki notfæra sér þær án livatn- inga og leiðbeininga. Hvernig er hægt að álykta öðruvísi, þegar mestallur fornbókmentaauður okkar liggur ónot- aður af öllum þorra almennings, en eftirspurn eftir reifarasögum eykst.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.