Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1919, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.05.1919, Blaðsíða 3
SKINFAXI 35 Hér er verkefni sem ungmennafélögin eiga hægt meö að beita sér við, og gætu með dugnaði áunnið mikið. Rætt liefir verið um ungmennaskóla í sambandi við ungmennafélögin, en óvíða komist verulega í framkvæmd. J?að hefir vcrið þeim ofvaxið að ráðast í slík stórfyrirtæki, þó óneitanlega hefði það verið æskilegt að þau liefðu átt sinn skóla í hverjum landsfjórðungi og getað árlega sótt sér Jnmgaö andleg verðmæti. En alt fyrir það þótt ungm. skólarriir séu ekki á vegum félaganna eru þeir Jæim eðlisskyldir og samvinn- an í voryrkjustarfi íslenskrar menning- ar ætti að vei’a þar öflug' og blessunar- rík. B. G. Mesta vandaraál nngmennaíélaganna. Eftir Jónas porbergsson. Eins og mönnum er kunnugt, hófst á Akureyri fyrir 12 árum síðan lireyf- ing sú, sem hlaut nafnið „Ungmenna- félagshreyfingin“. Hún breiddist fljótt út um landið, og mátti hcita að fjör- kippur færi um æskulýðinn. Upphafs- menn herinar munu hafa fengið hug- myndina frá Noregi, og hún féll hér i góðan jarðveg. Af viðbragði æskulýðs- ins mætti ráða, að hún hafi verið borin fram í fylling tímans. Að vísu kom það i ljós, að ekki gátu öll ungmennafélög- in safnast undir sömu merki. Einkum kom það fram í pingeyjarsýslu, og var sú sérstaða bygð, i orði kveðnu, á mót- þróa gegn skuldbindingarskrá U. M. F. t. Eg lít svo á, að skuldbindingarskráin hafi í raun og veru ekki vakið þennan mótþróa, þó til hennar væri gripið, heldur hafi liann átt dýpri rætur. J?rátt fyrir þessa sérstöðu stefna ung- mennafélögin í pingeyjarsýslu í sömu átt og U. M. F. I. J?au eru likum skil- yrðum háð og eiga við svipaða erfið- leika að etja upp og ofan. Með þessari vakningu var eins og birti yfir æskulýð landsins, þar sem hún náði til. Lífsbirtan er mest, þegar menn keppa i sigurvænlegri baráttu að há- leitu marki. Markið liefir án alls efa verið háleitt og baráttan sigurvænleg fyrir sjónum ungmcnnanna sjálfra. pað mun einnig vera óhætt að segja, að þjóðin lial'i gert sér allmiklar vonir um menningarlegan árangur af lireyfing- unni. prátt fyrir þessa glæsilegu byrjun og ótæmandi verlcefni er félagsskapurinn, cftir tólf ára starfsemi, að verða mörg- um manni áhyggjuefni og ráðgáta. Mönnum virðist, að líftaug félagsskap- arins liafi ekki reynst eins haldgóð og búist var við, heldur látið einn þátt af öðrum fyrir ofurefli reynslunnar. Er þá orsökin sú, að viðfangsefni U. M. F. í. sé ímyndun ein, sem ekki veiti mönnum neina handfestu, cða liggur hún í sjálfu skipulaginu? J?að þarf ekki annað en að lita yfir skuldbindingar. og stefnuskrá U. M. F. í., til þess að sjá, að uppliaflega var sá félagsskapur því nær eingöngu hug- rænn. Skuldbindingarskráin: Bindind. isheit, kristilegur grundvöllur og að þú- ast. Stefnuskráratriðin: pjóðernisvernd. un, svo sem niálhreinsun og fleira, skógrækt, íþróttir og fleira þess háttar. Nú voru stofnendur félaganna jöfn- um höndum hálfþroskaðir menn og unglingar. Eftir þvi sem árin liðu færð- ist þroskinn yfir eldri og yngri. pað kom þá bi’átt í ljós, að viðfangsefnin á stefnuskrá U. M. F. í. voru ekki nema að litlu leyti við hæfi hinna þroskaðri félagsmanna. Sum atriðin of mikið hugræns eðlis, til þess að veita óbiluð- um kröftum manna á besta skeiði nægi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.