Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1919, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.05.1919, Blaðsíða 5
SKINFAXI 37 brjóst þjóðarinnar starfhæfum og fé- lagslyndum atgervismönnum. Yissulega var þetta háleitt markmið, og starfið jafn óþrotlcgt sem þj óðlifið sjálft. En hefir tcldst að ná þessu marki? Eru þau mentastofnun, sem mikils má vænta af fyrir æskulýðinn? Á fyrstu árum hreyfingarinnar kom all mikill fjörkippur í íþróttir, skógrætar- tilraunir og fleira, en nú er kominn aft- urkippur í flest eða alt það, sem félögin færðust upphaflega í fang. J?ó starfa fé- lögin enn þá og sum með allmiklum blóma. En viðfangsefnin eru breytt frá því sem upphaflega var ætlast til. Nú er það orðin sannreynd, að félög- in voru stofnuð, og að þau höfðu þetta markmið. Hitt er jafnmikil sannreynd, að þau starfa enn í dag en hefir orðið sára líið ágengt um að ná markinu. Er það svo að skilja, að stefnuskrármál U. M. F. í. sé svo loftkend, að ekki sé hægt að beita við þau neinum þeim aðferð- um, sem gefi verulegan árangur? Er þjóðernismál okkar ekkcrt annað en glamur og gífuryrði? Erum við i því efni að eins hávaðamenn, sem liggjum flatir fyrir öllu því, sem berst að, og þurkar út þjóðerniseinkenni okkar eitt af öðru? Er tungan okkar dæmd, til þess að verða að hálfgerðu hrognamáli i kauptúnum landsins? Eða eru æsku- hugsjónir olckar að eins máttlausar dægurflugur, sem ekki liafa í sér fólgin nein lífsskilyrði ? petta eru umhugsun- arverðar spurningar, sem eg mun þó ekki svara til hlýtar. Eg er því betur eklci svo trúlaus á kosti þjóðarinnar, að eg geti óhikað svarað þeim þann veg, sem enginn kýs að þeim sé svarað.. Eg er ekki trúlaus á það, að í þjóðinni sé til traustir innviðir, sem á meg treysta ef þeir eru ekki látnir fúna í óhirðu. Eg er ekki trúlaus á það, að bak við þjóðernisglamrið felist i brjósti hvers og eins óljós kend, sem snúa mætti úr sterk vébönd um þjóðerni okkar. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að stefnuskrármál U. M. F. í. sé ekki innihalslaus mál, heldur Iiafi stórvægi- lega þýðingu, þá liggur næst fyrir að athuga, livers vegna félögunum liefir á- unnist svo lítið á sviði þeirra. Svarið er í fáum orðurn það, a ð u n g m e n n a- félögin hafa elst með stofn- endum sínum og breyst eins o g þ e i r. (Frh.) Snmarmál 1919. Já,mál er nú komið að bregðirðu blundi og búistu skartinu grænleita, jörð. Senn fer að hýrna og lifna i lundi og lofsöngvar liljóma um hæðir og börð. koma nú fuglarnir sunnan um sæ, syngjandi hcilsa’ í hvern einasta bæ. þeir syngja’ okkur kvæði um sólríkar grundir og suðræna blíðu und aldintrjám liám, en segjast þó muna þær mærastar stundir er miðnætursólin á öldunum blám sofnað ei gat, en þeim sendi í land sólgeislakrans yfir rjóður og sand. Já, mál er nú komið að vakna og vinna sem vært höfum sofið í myrkursins ró. Ljósið oss kveður lífinu að sinna og látum ei gæðin, sem jörðin oss bjó, ónotuð vcra og ávaxtasnauð, alla hún seðux-, ef vel skiftum auð. Náttúran brýtur nú hlekkina lxörðu og hlæjandi syngur nú frelsisins óð. Fjötraðir rnargir enn finnast á jörðu þó frelsi vort títt liöfum keypt fyrir blóð.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.