Skinfaxi - 01.11.1921, Síða 3
SKINFAXI
35
báðir hafa lagt til, ef þörf gerist. Verkleg
aðstoð og leiðbeining Vestur-íslendinga
og verkfræðinga þeirra. Þeir yrðu milli-
göngumenn vorir um nauðsynlegar lán-
tökur í Vesturheimi, legðu fram fé í sam-
eiginleg fyrirtæki o. s. frv. Þeir yrðu læri-
feður vorir i verklegri þekkingu og hag-
nýtni. Þeir Vestur-íslendingar sem þrá
»gamla landið« myndu hverfa heim aftur
og vinna að sameiginlegum málum.
Á þennan h'átt yrðu allar framkvæmdir
íslenskar, unnar af Islendingum sjálfum í
náifini samvinnu! Á'þenna hátt byggjum
vér framtíð Islands án þess að lenda í
greipum erlends auðvalds, og án þess að
glata þjóðareinkennum vorum. Og Vestur-
íslendingar halda áfram að vera Kanada-
menn án þess að glata þjóðerni sínu!
Samvinna þessi ætti að verða báðum
aðilum til liamingju og blessunar!
Fréttir.
iþróttanámsskeið Borgfirðinga. Síðast-
liðið vor hélt Ungmennasamband Borgar-
fjarðar íþróttanámsskeið að Hvítárbakka
dagana 4.—14. maí Námsskeiðið sóttu
stöðugt 12 piltar frá þessuin félögum:
U. M. F. Stafholtstunga 4, U. M. F.
Reykdæla 2, U. M. F. Dagrenning I og
U. M. F. Björn Hídælakappi 1 og U. M.
F. íslendingur 4.
Kennari var Sigurður Gíslason bóndi að
Hamraendum, gamall íþróttamaður að
góðu kunnur. Kent var: Leikfimi, glímur,
hlaup, köst, stökk og knattspyrna. Borg-
firðingar eru nú farnir að hafa íþrótta-
námsskeiö og leikmót á hverju ári og
væri óskandi að öll héraðssambönd gerðu
slíkt hið sama.
Sundkensla á Vestfjörðum. í sumar var
kent sund á fjórum stöðum á Vestfjörð-
um, og munu að meðaltali hafa verið 25
nemendur á hverjum stað. Það mun aðal-
lega af þremur ástæöum að sundið hefir
fengið svo góðan byr á Vestfjörðum, sem
raun hefir á orðið. 1. Þeir sem búa í sveit
verða undantekningarlítið að sækja allar
sínar nauðsynjar sjóleiðis. 2. Fiskiveiðar
má heita eini atvinnuvegur þeirra manna
sem í þorpum búa og kaupstöðum. 3.
Druknanir hafa verið mjög tíðar síðustu
árin. Alt þetta hefir haft þau áhrif að
flestir álíta það siðferðislega skyldu hvers
einasta manns, að vera syndur.
íþróttaskólinn. U. M. F. íslendingur í
Borgarfirði gaf íþróttaskólasjóðnum kr.
155.00 síðastliðinn vetur. Er það ein hin
rausnarlegasta gjöf sem sjóðnum hefir
borist.
U. M. F. Vestri gaf íþróttaskólasjóðn-
um nýlega kr. 80.00. Vel gert af fámennu
félagi.
Enn um sund að vestan. U. M. F. Vestri
gerði sundlaug síðastl. vor 50 mtr. langa
og var þar kent sund frá 3. —16. júlí.
Fastir nemendur voru 12 drengir en auk
þess 4 fullorðnir við og við. Kennari var
Valdemar Ossursson í Kollsvík. Sýslu-
sjóður Barðastrandasýslu veitti kr. 120.00
til kenslunnar. Tíðin var óhagstæð, miklar
rigningar.
Einnig var sundnámsskeið á Geirseyri
í Patreksfirði frá 15.—26. ágúst í sumar.
Fastir nemendur voru 12 drengir, auk
þess 2 iullorðnir að miklu leyti. Dreng-
irnir voru frá 8—14 ára, allir byrjendur.
Kent var í ístjörn, kennari var Valdemar
Össursson.
»Látið aldrei fánann falla«!
Ungmennafélagi!
Snúðu eigi baki við félaginu þínu, þótt
þú eldist, og störfin hlaðist á þig!
Félagið þarf þín við, reynslu þinnar og
ráða!
Og þú sjálfur þarft félags þíns við til