Skinfaxi - 01.11.1921, Qupperneq 4
SKINFAXI
36
þess að halda þér ungum í anda í lífs-
starfi þínu!
Þá mun ylur hjartans og æskuhugsjónir
þínar fylgja þér alla æfi. Það er gott
föruneyti og fagurt!
Molar.
„Heimleiðis“. Enn þá er talsvert óselt af
ljóðabálki þeim sem St. G. St. gaf U. M.
F. I., og hefir varla selst Svo mikið að
hægt sé að draga þá ályktun, að U. M.
F. hafi þótt vænt um gjöfina. Bókin kost-
ar 1. kr. óbundin, útsölumenn fá rífleg
sölulaun.
íþróttaskólinn. Eitt af mestu áhuga-
málum U. M. F. nú er íþróttaskólamálið.
Víðsvegar að berast mér bréf um þetta
þjóðþrifamál og er það gleðilegt tákn þess
að U. M. F. séu vel vakandi og sístarf-
andi fyrir þetta mál og mörg önnur lífs-
nauðsynjamál hinnar íslensku þjóðar. Eg
get ekki stilt mig um að tilfæra kafla úr
bréfi frá einu U. M. F. þessu viðvíkjandi
í algerðu leyfisleysi samt:
. . . Að undanförnu hefir lítið sést ritað
um mál þetta (íþróttaskólamálið) hvorki á
sviði ungmennafélagsmálanna né utan
þeirra, og hræðir það ef til vill margan
sú ytri deyfð. Þrátt fyrir það vona eg að
öll ungmennafélög og margir einstaklingar
hafi þá þegar fest svo huga við þetta
málefni að unnið hafi verið margt og marg-
víslegt í kyrþey að undirbúningi þess og
framkvæmd — jarðvegurinn brotinn og
bættur í meðvitund þjóðarinnar, til frjórrar
uppskeru, einhuga vilja og samtaka, er
leiði málefnið til sigurs. Mér virðist þó
nauðsyn bera til, að þjóðin fengi yfirleitt
meira að sjá og heyra ritað og rætt mál-
inu viðvíkjandi, því sjaldan er of góðum
samtökum fyrir að fara, enda þótt margt
málið liggi ljósara fyrir en viðbúið er að
þetta geri enn sem komið er. Gagnorðir
og íþróttafróðir menn ættu að láta til sín
heyra í ritgerðum og fyrirlestrum, er örfi
áhuga og samtök á sviði íþróttamálanna.
— — Það verður að vera kappsmál vort,
hinnar uppvaxandi kynslóðar Islands, og
þeirra er oss vilja liðsinni ljá, að sigra
örðugleikana á vegi þessa mikilsvarða máls.
Líklegt er að margir hugsi og spyrji:
Nær sjáum vér árangur af starfi þjóðar-
innar á sviði íþróttanna? Væri þá fjarri
sanni að svara: Ekki fyr en vér höfum
færi á að teiga æskumjöð íþróttanna úr
íslenskri uppsprettulind þeirra — íslensk-
um íþróttaskóla!« . .
Þessi stutti bréfkafii er að eins lítið
sýnishorn af því hvað áhugi margra virð-
ist vera einlægur og einbeittur fyrir þessu
máli. Það hefir verið sagt um U. M. F.
að þau hafi alloft mörg járn í eldinum,
en stórhuga og framgjarnir æskumenn
spyrja ekki um hvað öðrum sýnist um
það, þeir sjá þörfina fyrir að þessum þjóð-
þrifamálum sem U. M. F. beita sér fyrir,
sé hrynt í tramkvæmd, og eg trúi því að
starfsþrek hinnar ungu kynslóðar Islands
sé svo mikið, að ekkert járnið brenni.
Fyrirlestrar. Ef til vill ferðast Helgi
Valtýsson eitthvað um Vestur- og Norður-
land í vetur. Mun hann þá að einhverju
leyti verða á vegum sambandsstjórnar,
flytja fyrirlestra hjá þeim U. M. F. sem
hann nær til. Væri því gott að heyra eitt-
hvað um það frá U. M. F. hvort þau vilja
ekki ná til hans, því vís væri hann þá að
leggja lykkju á leið sína ef þess yrði
óskað, en annars ferðast hann aðallega
fyrir »Andvöku , og æskilegt væri fyrir
sambandsstjórn að vita um vilja félaganna,
áður en Helgi leggur af stað héðan.
Skinfaxi. Alt sem viðkemur afgreiðslu
og innheimtu blaðsins á að senda beint
til Magnúsar Stefánssonar, Pósthólf 516.
En það sem viðvíkur ritstjórn blaösins, til
Helga Valtýssonar, Pósthólf 533.
Mlinið að greiða Skinfaxa nú þegar.
Gjalddagi var 1. júlí.____________M. S.
Prentsmiðjan Acta — 1921.