Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1924, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.03.1924, Blaðsíða 4
20 SKINFAXI allmerk og vel þess verð, að hún sé skrifuð. Hún hlyti að geyma mikilsverða reynslu um félagsmál og henda á margt nauðsynjaverkið, sem hiður ókomna timans. pað væri vel þess vert, að gefa út stórt og vandað minningarit um félagsmálin, þegar elstu félögin liafa starfað 25 ár. Rit þetta þyrfti ekki að vera langt, en vandað að efnisvali og öllum frágangi. það þyrfti að segja greinilega frá stefn- um og starfsháttum félagsskaparins, og skýra frásögnina með myndum. pað ætti að vera auðgert og kostnað- arlítið að safna heimildum að riti þessu. pær fengjust með því, að hvert félag léti rita sina eigin sögu. Einnig mætti nota skýrslur og þinggerðir, sem geymst liafa. En liitt yrði allmikill vandi, að semja góða bók af fræðamolum þessum. En eklci mun sá erfiðleiki hamla fram- kvæmdum. Hitt varðar mestu, að mál þetta sé metið og rætt. Næsta sambands- þing U. M. F. í. þyrfti að taka það til ineðferðar. En hvernig sem því reiðir af þar eða annarsstaðar, þá mun tím- inn sanna það, að einhvern tíma verður bók þessi gefin út og talin ómissandi. Norræn samvinna. Nokkuð hefir skorist í odda milli Norðmanna og Islendinga út af tolla- málum og er ilt til þess að vita, því margt ætti að tengja þjóðir þessar fleira en frændsemi. Hér ætti að takast sam- vinna á landbúnaðar og bókmcnta- grundvelli, enda eru það margir af nýt- ustu mönnum heggja þjóða, sem óska að svo verði. pvi til sönnunar er hér birtur greinarkafli eftir einn hinn ágæt- asta mentamann og íslandsvin, sem SKINFAXI Úlgejandi: Samb. Ungmennafél. íslands 12 blöð á ári. VerS 3 krónur. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Ritsjórn, afgreiðsla og innheimta: Skin - faxi Reykjavik Pósthólf 516. uppi er meðal Norðmanna, Lars Eske- larid, skólastjóra á Voss. . .. .„Nú skulu frændur finnast, og fornra sagna minnast." pjóð án minninga er dauð þjóð. En það cr ljóst, að liið nána samband við Dani í máli og ment, hefir gert þúsund- um Norðmanna sjónhverfingar, svo að þeir hafa vanrækt sína eigin þjóð, nán- ustu frændþjóðir og sinar dýi*mætustu minningar. En þetta verður að taka enda. Báðurn megin hafsins finnum vér það bctur og betur, með hverjum degi sem líður, og aldrei hefir oss verið það eins Ijóst og nú, að innan skamms renn- ur nýr dagur þekkingar og samvinnu með norrænu systkinaþjóðunum. pví fyr, því betur. Gerum það sem vjer gct- um til þcss að flýfa komu hans. Eg vil nú nefna eitt og annað, sem eg lield vér getum gert. Fyrst og fremst verðurn vér að læra hvcr annars mál. pað er enginn galdur. Færeyisku skiljum vér strax að lieita má. íslenskan þarf lengri tima. En þeim scm ies norrænu, verður auðsótt leið- in l'ram til nýíslensku og nýnorsku. Og hversu sviplík málin eru, sýnir þetta dæmi: Fyrir nokkrum árum kom ís- lenskur prófessor lil Voss, ásam t frú sinni. Eilt sinn reif hún lcjólinn sinn og fór þvi inn til konu einnar og hað hana um nál og saumþráð. Frúin talaði dönsku, cn konan skildi hana ekki. I vandræðum sinum greip frúin þá til ís- lenskunnar. pá birti yfir svip norsku

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.