Skinfaxi - 01.10.1930, Síða 1
Skinfaxi VII, 1930.
Frá Reykjanesi. Eftir Guðm. Magnússon skáld.
Móðurland.
(Saga kvæðis þessa er sögð í Skinfaxa bls. 115 þ. á. Eg
þýddi þaS í Þórshöfn einn sunnudagsmorgun í sumar. Skáldið
hefir litiS yfir þýSinguna og leyft Skf. að birta hana. Hanii
sendir íslenzkum ungmennafélögum kveSju sína. — A. S.).
Móðurland mér leyf þig kalla,
land, er fæddir mig.
Eg vil treysta æfi alla
arfaband við þig.
Móður sér að hjarta halla
helzt kýs barnið þitt
og leggja hjartans alúð alla
inn í nafnið þitt.
Móðurlandið, móðurlandið
mitt er færeysk jörð.
Móðir! og um ættarbandið
ætíð held eg vörð.
Upphaf mitt og eðli gefur
ást og traust á þig;
sem ástrík móðir ein þú hefur
alið, fóstrað mig.
Látum aðra, ef þeir vilja,.
eiga þykjast tvær,