Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1930, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.10.1930, Blaðsíða 8
140 SKINFAXI fyrir þá nemendur bréfaskólans, er það geta sótt, og kenna þá sund o. fl. íþróttir, auk fimleika. Gæti slikt námsskeið orðið að stórmiklu gagni. Vonandi er, að þeir ungmennafélagar, sem eiga ekki kost á, að njóta venjulegrar fimleikakennslu, noti sér bréflega kennslu Jóns. Ef t. d. fimm stúlkur og fimm piltar úr hverju félagi nytu kennslu bans nú í vetur, mætti af því leiða geysilega framför í líkamsmenningu íslendinga. Noregsför ungmennafélaga. Eftir Guðbjörn Guðmundsson. I. Þegar norskir ungmennafélag- ar gistu íslenzk ungmennafélög sumarið 1924, að boði U. M. S. K., var þegar rætt um gagnheim- boð isl. ungmennafélaga til Nor- egs, enda stóð ekki á því, það kom næsta vor. Þá reyndist ekki mögulegt að taka því og lieldur ekki 1926. En er þriðja boð þeirra kom í vor, þótti ekki vansalaust að afþakka það, og fór því sambandsstjórn að leitast fyrir um fulltrúa. Skyldi einn vera af Veslurlandi, einn af Norðurlandi og tveir af Suðurlandi. En vegna liátíð- arinnar í sumar og skamms fyrirvara, voru flestir óvið- búnir slíkri langferð. Geklc liðsöfnun seint, því ýmsir gengu til baka er í fyrstu ætluðu að fara. Loks fengust þeir fjórir, sem fara skyldu, en því miður var enginn að norðan né vestan.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.