Skinfaxi - 01.10.1930, Page 2
134
SIvINFAXI
en óskir mínar ei skal dylja,
einkamóðir kær:
Eg sem móður eina vil þig
eiga hér á fold;
þú skalt breiða ofan á mig,
er eg legsl í mold.
J ó a n n e s P a t u r s s o n.
Byr í seglin.
Það er sunnudagur. Sólskin og logn. Borgin á Þing-
völlum er að leysast upp.En endurminningar umlilýja
daga og bjartar nætur fylla hugann. íslenzk náttúra
iiafði hoðið Þingvallagestunum það fegursta, sem hún
átti. Glæsilegir menn höfðu lálið þeim í té það bezta,
sem þjóðin á í menningu, listum og i íþróttum. Æsku-
menn liafði dreymt um framtíðina, eignazt hugsjónir
og gert sínar heitstrengingar. Þeir höfðu gengið saman
um öræfin, rætt áhugamál, skoðað furðuverkin hjá
völlunum og hluslað á hljóðar raddir í gjánum og
hrauninu, þar sem áður voru Bláskógar liiuir fornu.
Á þvílikum degi halda U. M. F. í. sambandsþing. Það
er óvenjulega bjart yfir landinu. AUir dást að þvi, er-
lendir geslir jafnt sem innfæddir menn. Þetta gefur
æskunni byr i seglin. Þessvegna er líka bæði birta og
lilýja á fundi okkar ungmennafélaganna. Yerkefnin
liggja ljósar fyrir, meiri og fegurri en áður, víðtæk og
heillandi. Og það er vilji allra að liefja sókn til nýrra
dáða.
Gnægtir búa í skauti grárra fjalla, gróðursælla móa
og viðfaðma liafs. Tign og fegurð blasir við. — Þegar
svo standa sakir, getur islenzk æska verið ánægð méð
lilntskifti sitt. Hún þarf ekki að sækjast eftir fjarlæg-