Skinfaxi - 01.10.1930, Side 3
SKíNFAXI
135
um auði eða óþörfum viðfangsefnum, þvi hún á lilut-
verk að le)rsa fyrir sjálfa sig og landið heima. Og til
þess að geta innt þau af höndum þarf drengskap og
þroska. En til þess að ná honurn þurfum við að hjálpa
liver öðrum með öflugri samvinnu um þroskandi við-
fangsefni. Sundrung er gamalt þjóðarmein okkar.
Ekkert annað en samvinna getur kennt Islendingum að
velta úr vegi þeim steinum, er mestar framfarir hindra.
í ungmennafélögunum á æskan að læra þá samvinnu,
áður en lífið tekur stefnu og lilitir föstum reglum.
Þá eru tækifærin gengin úr greipum og æskueldurinn
kulnaður.
Þess vegna eru ungmennafélögin göfugust allra fé-
laga. Starf þeirra er eins og gróðrarskúranna á vorin
eða dagsólarinnar, sem veita á grösunum máttinn til
að gróa. Þvílilc eru áhrif góðra ungmennafélaga. En
það er ekki auðvelt fyrir þau að vera svo ávaxtarík.
Og hvert er nú það kraftalyf, sem gefur þeim máttinn
til þess? Það er hugtak, sem fólgið er i einu einasta
orði. Þetta orð er áli u gi. Áhuginn hefir sömu þýðingu
fyrir manninn og lireyfiaflið fyrir vélarnar, gufuafl eða
rafmagn. Það er mest um vert, að geta verið heitur og
hrifinn af þeim málum, sem mikil eru og göfug, og
hafa sterkan hug á að vinna þeim fylgi. Þó geta menn
helgað viðfangsefnunum krafta sína alla, orðið meira
ágengt og vaxið sjálfir um leið.
Þroskaleiðirnar eru margar. Opnið augun fyrir dá-
semdum íslenzkrar náttúru, tungu og þjóðernis. Takið
eftir grösunum, sem þið sláið, og blómunum, sem þið
umgangizt; lærið að þekkja þau og skilja. Sjáið hraun-
in og hólana gráu. Þau hafa merkilega sögu að segja,
ef hún er rétl lesin. Yeitið athygli hömrum fjallanna,
þar sem stuðlarnir standa eins og óbrotgjörn listaverk
löngu liðins tíma. Hlustið á fossaniðinn í gljúfrunum
og brimgnýinn við björg og sanda; fuglasönginn og
blævarþytinn. Allt þelta hefir skapað listliæfa og gáf-