Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1930, Síða 10

Skinfaxi - 01.10.1930, Síða 10
142 SKINFAXI Fanakirkju, sem er gömul og frœg kirkja, nýlega endur- byggð í sínum forna stíl, eins og margar aðrar kirkjur þar í landi. Er dásamlegt að sjá hvað Norðmenn eru ötulir að endurreisa fornfrægar byggingar, sem skamm- sýni miðaldanna liefir lagt í rústir, í sinni fornu mynd. Fanakirkja á sina helgisögu, eins og margar kirkjur í Noregi, og sagði presturinn þar, Andersen-Riist, okkur sögu hennar, en þeirri sögu verð eg að sleppa hér, eins og reyndar fleiru úr för okkar, vegna rúmleysis Skin- faxa. Síra Andersen-Riist kom liér á „Mira“ 1928 og er mikill íslandsvinur. Hann bauð okkur til stofu og veitti af mikilli rausn. Á borðinu var íslenzkur fáni og ýmsa íslenzka muni gat að líta í stofu hans. í bókaskáp hans eru nokkrar islenzkar bækur og loks sýndi liann okkur íslenzka selskinnsskó, sem liann kvaðst nota sem inni- skó við hátiðleg tækifæri. — Frá Fana var haldið til landbúnaðarskólans á Stend, sem margir íslendingar liafa dvalið á. Sýndi Liland kennari okkur hús skólans. og tilraunalönd, sem eru margvísleg. Eftir stulta við- dvöl var haldið áfram upp á Fanal'jall. Er þaðan dá- samlega fagurt útsýni yfir Fanasókn, sem er blómleg og búsældarleg sveit, og yfir eyjar og firði til liafs. Sú sýn, er blasir við manni af Fanafjalli í slíku veðri sem við fengum, verður öllum ógleymanleg; ])að var eitt af því fegursta er við sáum i förinni. — En því miður var viðdvöl hér stutt, því að áfram var haldið yfir fjallið og niður hinum megin, fram hjá Lysoyja, þar sem Ole Bull, tónskáldið fræga, bjó. Sést liús hans af veginum. Var ekki numið staðar fyr en við rústir Lysekloster, sem á sinni tíð var stærsta, vcglegasta og frægasta klaustur í Noregi, enda sýna rústirnar, að þar liafa stórar og skrautlegar byggingar verið. Eftir skamma dvol var svo haldið áfram til Selsvik, sumarhúss, sem Bondeungdomslaget. í Björgvin heí'ir til afnota fyrir fé- iaga sina. Voru þar samankomnir milli 30 og 40 fédag- ar, er höfðu framreitt hressingu handa okkur. Var

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.