Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.10.1930, Page 15

Skinfaxi - 01.10.1930, Page 15
SKINFAXI 147 stafi og fer ekki lítið af þeim til Islands. Hvert býli, sem á skóglendi, á sögunaráliöld og vinnur úr sínum skógi. Um þessar slóðir er aðallega furuskógur og er hann mestallur notaður í síldartunnustafi. -— Til Sand- ane komum við kl. 8 og var okkur vel fagnað af Ola Sanda, formanni Firda Ungdomslag. Gistum við öll lijá honum um nóttina; en áður en gengið var til hvílu, skoðuðum við menntaskóla þorpsins, sem er nýtt og myndarlegt hús, með öllum nýtízku áhöldum og fyrir- komulagi. Næsta morgun, laugardag 26. júlí, var lagt af stað kl. 9 á skipi til Loen. Leiðin út Gloppefjörð og inn Norð- fjörð er víða fögur. Tignarleg fjöll á háðar hendur, 500 —1500 metra liá og alstaðar er skógur og alstaðar eru þorp og bændabýli, enda þótt jarðvegur sýnist grunn- ur og léleg ræktunarskilyrði. 1 Loen eru falleg og hrika- leg fjöll og landslagið allt stórskorið, undirlendi lítiðog fjöllin snarbrött. -— Eftir stundardvöl i Loen héldum við af stað í bíl um Visnes, Kjós og Hornindal til Ilelle- sylt. Þar tók E. Ringset, sem er í stjórn Noregs Ung- domslag (Samband norskra ungmennafélaga) á móti okkur og fylgdi okkur til Geirangurs. Fórum við það á skipi og er Geirangursfjörður einliver þrengsti og hrikalegasti fjörðurinn, sem við fórum um. Undirlendi er þar ekkert og bændabýlin sitja á litlum stöllum i fjöllunum. Býlin eru lítil, tún næstum engin, varla lcýr- fóður, og manni sýnast lífsskilyrði engin, en þarna lifir fólk góðn lífi og er vel efnum búið. Það gerir litlar kröf- ur til lífsins og ])ýr vel að sínu, hefir nokkur hundruð geitur, býr til ost úr mjólkinni og flytur liann í næsta kaupstað; það er þeirra verzlunarvara. Fiskveiði er lítil; til þess er fjörðurinn of djúpur. Þótt daglega séu samgöngur um fjörðinn, eru þeir afskeklctir. T. d. er svo á einum bænum að notaður var kaðal- stigi til þess að komast niður að sjó, og voru það nokkur iiundruð fet. Þó eru aðal samgöngur þeirra

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.