Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1930, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.10.1930, Blaðsíða 17
SKINFAXI 149 og l'ellur snjóflóð yfir það á hverjum vetri, og svo snarbratt er frá því á alla vegu, að mæðurnar verða að binda börnin, ef þær slepjia böndum af þeim úti við. Hér lifir fólk á geilarækt, en ekki er það öllum lient, að búa á slíkum slað og' berjast við óblíða nátf- úru og örðugléika, sem maður varla fær skilið, livern- ig það yfirstígur. — Er við komum út úr firðinum, kom vélbátur að sækja okkur, íslendinga og Ringset, og flutti okkur til Liabyggðar, en þar býr Ringset á eignarjörð sinni, er auðvitað beilir Ringset, því að Norðmenn nota mikið sem eftirnafn beiti þess bæj- ai\ sem þeir eru frá. Á Ringset var okkur vel fagn- að og dvöldum við þar lengi dags í miklum fagnaði. Fórum síðan í bil að Stórdal, gengum þar á skip og sigldum til Álasunds. Er innsigling þangað mjög sér- kennileg, um þröng sund milli margra smáeyja. En fyrir stafni blasir við fjall, er nefnist Sykurtoppur, og á einum slað í sundinu sézt greinilega Rjörnsons- mynd, sem liluti af fjallsbrúninni myndar, þar sem liún ber við himin. Til Álasunds komum við kl. 11 um kvöldið og var okkur vel fagnað af stjórn ung- mennafélagsins Ivar Áscn. En þar var stutt viðdvöl, því að næsta morgun skyldi áfram balda. 28. júlí lögðum við af stað kl. 8 árd., í bíl til Vest- ness við Romsdalsfjörð; gengum þar á skip og sigld- um til Molde, sem talinn er fegursti bær í Noregi. Sjálfur er bærinn tæplega fegurri en sumir aðrir bæir þar í landi, en lega bans og útsýni þaðan gerir hann frægan. Er óvíða, ef nokkursstaðar, í Noregi jafn fögur fjallasýn og gefur að líta frá Molde, binum- megin og inn með Romsdalsfirði, en úti 1 firðinum háreistar eyjar og slcer, sem lolca fjallabringnum til bafs að sjá. Er veðursæld mikil í Molde og gróður því fjölbreyttur. Á móti okkur tók ritari Romsdals ungdomslag, Olav Sandöy, og sýndi okkur fegurstu staði bæjarins. Einnig byggðasafn, sem verið er að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.