Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1930, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.10.1930, Blaðsíða 19
SKINFAXI 151 og út á við meðal þjóðarinnar — jneð því markmiðí, að liafin yrði tilraun til kvikmyndunar á Islendinga- sögum og öðrum fornritum, sem skráð eru af íslend- ingum og á íslenzka tungu. Ástæðan til þess, að eg beindi hvatningarorðum mínum sérstaklega til Ungmennafélaganna á Islandí, var og er þessi: Mér virðist, að hugsjónaliornsteinar þeir, sem ung- mennafélagsskapurinn er reistur á, sé viðhald íslenzks þjóðernisanda, og samtímis að vekja lýð landsins til heilhrigðrar og smekkvísrar hugsunar og skilnings á þeim andlegu verðmætum, þeim óþrotlega auði, sem þeginn er i arf frá löngu liðnum kynslóðum. Til að endurreisa og glæða smekk þjóðar vorrar á öfgalausa vísu, fyrir þessum arfi, tel eg kvikmynda- iistina svo vel fallna, sem framast er unnt aö hugsa, og iiygg ég, að trauðla geti orðið skiftar skoðanir um það mál. Hitt kann fremur að orka tvímælis, hversu framkvæmanleg jjessi hugsjón er. Eg geng þess ekki dulinn, að ýmsir muni verða til þess að fullyrða, að hér sé um svo umfangsmikið mál að ræða, sérstaklega frá fjárhagshlið skoðað, að engin tök verði til að hrinda því í framkvæmd í náinni fram- tíð. Þeir, sem þannig kunna að hugsa, hafa að vísu að nokkru leyti rétt að mæla, en einmitt vegna þess, að þetta er stórmál, verður að liefjast iianda til undir- búnings því, fyr í dag en á morgun. Og eg vil hér taka það skýrt og hiklaust fram, að það ætti áð vcra ung- mennafélögum íslands gleðiefni, að fá að rcyna orku sína og eldmóð á þessu Grettistaki. En um j)að er eg aftur á móti fullviss, að vel sameinaðir kraftar þessa félagsskapar fá orkað þessu. Aldrei hafa jafnmiklar breytingar átt sér stað í lífi hinnar islenzku þjóðar, og þær, sem nú eru að gerast. Þjóðlífshraði vor hcfir á síðasta eða siðustu áratugum aukizt svo mjög, að segja má, að það, sem menn lifðu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.