Skinfaxi - 01.10.1930, Page 20
152
SKINFAXI
á meðalæfi fyrir 20 árum, lifi menn nú á 5 ár-
um eða jafnvel skemmri tíma. Mest er þó þessi breyt-
ing á yfirborði lífsins; sá þroski og sú reynsla, sem
benni eru samfara. eru meir fengin fyrir utanaðkom-
andi álirif, en fyrir innri liugsun eða einstaklings-
þroska og liugkvæmd. Kveður svo mikið orðið að þann-
ig fengnum aðfluttum ábrifum, að margt þjóðlegt og
lieilbrigt liverfur og bliknar fyrir þeim, það er ástæða
væri þó til að varðveita.
Eitt af því, er sýnist ganga til þurrðar í þessu tilfelli,
er smekkur manna fyrir hinum fornu, þjóðlegu bólc-
menntum vorum Islendinga.
Allskonar útlendir „reyfarar" eru nú að ganga stór-
um hluta þjóðarinnar i stað þeirra og verður það
að kallast illa farið.
Fyrir 15—20 árum þekktust ekki kvikmyndasýning-
ar í þessu landi, en nú eru reist liús, nálega í hverju
þorpi, til að sýna mönnum inn i dýrðarlieim þeirrar
listar. En um það, sem sýnt er, má segja eins og í vis-
unni stendur: „sumt var gaman, sumt var þarft, um
sumt vér ekki tölum“. En ekkert af þessu er íslenzkt,
eða sérkennilega ])jóðlegt eða smekkbætandi. En eins
og kunnugt er, geyma fornbókmenntir Islendinga ó-
grynni sagna, sem eru mjög vel fallnar til að gera kvik-
myndir eftir, og sem eg er sannfærður um, að mundu
ná mikilli bylli, ef vel tækist.
Eg þekki engar skýrslur um, liversu mikla fjárhæð
íslenzk kvikmyndabús greiða árlega til erlendra félaga
fyrir myndir þær, er þau fá til sýnis, en eg hygg, að
það sé all-álitleg upphæð, og auðvitað fer hún brað-
vaxandi. Ekki virðist það óviðurkvæmilegt að gera þá
kröfu til okkar. að við reyndum að einbverju leyti að
stuðla að því, að íslenzk framleiðsla kæmi ])ar til greina.
Einn þáttur þessa máls er sá, er að leiklist lýtur.
Nú er í smíðum Jjjóðleikbús í höfuðstað íslands. Það
á að verða, og verður án efa, ágætur undirbúnings-