Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1930, Síða 23

Skinfaxi - 01.10.1930, Síða 23
SKINFAXI 155 En vann hann þá að verki nema hálfur? Og var það hann, er sýndi þol og dug? En hver sem reisir minnismerkið sjálfur, hann mótar nafnið gleggst í hvers manns hug. lngvar St. Pálsson. Félagsmál. Sambandsþing U. M. F. L, hið 9. í röðinni, var háð á Þingvöllum 29. júní s.l., að lok- inni Alþingishátíð. Var það stutt og afkastalítið, ekki sakir verkefnaskorts né áhugaleysis, heldur af hinu, að brýnar ann- ir og skipaferðir neyddu þingmenn til að hafa hraðan á. Þingið sátu 21 fulltrúar frá 9 héraðssamböndum, sambands- sljórn, starfsmaður sambandsins og nokkrir gestir. Fyrir jringinu lá frumvarp til samhandslaga, er gert liafði nefnd, sem til þess var kjörin á sambaridsþingi 1929. All- róttækar breytingartillögur við frumvarpið komu frá U. M. S. Kjalarnesþings. Frestað var, sakir tímaskorts, að fjalla um frumvarp þetta. Verður félögum sent það til athugunar. Rætt var allmikið um hið nýstofnaða skógræktarfélag ís- lands, enda mætti fulltrúi frá því á þinginu. Samþykkt var: „Samband Ungmennafélaga íslands heitir Skógræktarfélagi íslands stuðningi sínum og óskar góðrar samvinnu við það að framgangi sameiginlegra mála.“ -— Skorað var á einstök félög og félagsmenn, að ganga í Skógræktarfélagið og styðja það. Sambandsstjórn var falið, að gefa út minningarrit um 25 ára starfsemi U. M. I7.; að örfa félögin til heimilisiðnaðar- framkvæmda; vinna að útbreiðslu vikivaka; ýta undir söfnun örnefna o. fl. — Þá var eftirfarandi samþykkt: „Sambandsþing U. M. F. í. 1930 heldur fast við ályktanir síðustu þinga um hindindismál, og skorar á alla ungmenna- félaga, að lialda heit sín í ])ví sem öðru, vel og drengilega.“ „Sambandsþing lætur þá ósk sína í ljós, að islenzk þjóð og stjórnarvöld láti dr. Helga Péturss i té þau efni, sem honum eru nauðsynleg, svo að hann geti notið sín að vísindaiðkun- um sínum.“

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.