Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1930, Síða 25

Skinfaxi - 01.10.1930, Síða 25
SKINFAXI 157 Liðsauki. Þrjú ný félög liafa géngiS í U. M. F. í. í sumar: U. M. F. Geisli í ASaldal (form. Högni Indriðason bóndi á Fjalli), U. M. F. Laugaskóla (form. Þóroddur GuSmundsson kennari frá Sandi), bæði í Þingeyjarsýslu, og U. M. F. M e ð a 1- lendinga (form. Sigurjón Björnsson á Strönd) i Vestur- Skaftafellssýslu. Skinfaxi býður félög þessi hjartanlega vel- komin í hópinn. — Nú eru 84 félög í sambandinu. Skemmtiferðir. Velvakendur tíðka mjög þann góða sið, að fara skemmti- ferðir út i guðs græna náttúruna eða upp í heiðbláma fjall- anna. Slíkar ferðir mega hvarvetna til hinna mestu ágæta miða, en lifsnauðsyn mega þær kallast þeim, sem bústað eiga í ónáttúru höfuðstaðar vors. Nú í sumar hafa Velvakendur farið eigi færri en tíu ferðir og sumar langar, t. d. að Húsa- felli og i Surtshelli, upp á Botnssúlur o. s. frv. Þrastaskógur. í sumar var sett ný og öflug vírnetsgirðing um Þrastaskóg. Hlið var sett á girðinguna, við þjóðveginn, steinstólpar og járngrind. Er það hið veglegasta, gert eftir teikningu frá Ríkarði Jónssyni. — í Þrastalundi var reist „haðstofa“, vand- aður salur og fagur, þar sem stórt hundrað manna getur set- ið að borðum. Nafnbreyting. U. M. F. Borgarhrepps hefir skift um nafn og heitir nú U. M. F. Borg. Hljóðfæri og hljómlist. Æskilegt er og enda nauðsynlegt, að þau U. M. F., sem hafa að sæmilegu húsnæði að hverfa, eigi sér góð og vönd- uð hljóðfæri, til notkunar á fundum sinum og skemtisam- komum. Nú er það kunnugt, að hljóðfæri eru mjög misjöfn að gerð, gæðum og viðkvæmni, og vandi að velja þau, en hver sölumaður „otar sínum tota“. Sambandsstjóri hefir fengið loforð eins meðal fremstu söng- fræðinga landsins um það, að leiðbeina U. M. F. um hljóð- færaval o. f 1., er hljómlist kemur við. Má skrifa sambands- stjóra þessu viðvíkjandi. (Pósthólf 406, Rvik).

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.